Innlent

Eyjafjallajökull: Álag á starfsfólki Akureyrarflugvallar

Langar biðraðir mynduðust á Akureyrarflugvelli í dag.
Langar biðraðir mynduðust á Akureyrarflugvelli í dag. MYND/Eva Georgsdóttir

Mikið álag hefur verið á starfsfólki Akureyrarflugvallar en þar er nú miðstöð fyrir millilandaflug. Flugvallastjórinn segir að þær aðstæður sem þar hafi skapast undanfarnar vikur sýni að stækka þurfi flugvöllinn. Flugsamgöngur til og frá landinu eru aftur í uppnámi með tilheyrandi óþægindum fyrir þúsundir Íslendinga.

Á annað þúsund flugfarþega hafa farið um flugvöllinn á Akureyri í nótt og í dag. Ekki er búist við að Keflavíkurflugvöllur opni aftur fyrr en seinni partinn á morgun.

Margir farþegar hafa beðið eftir flugi á Akureyri í allan dag enda hefur verið mikið um seinkanir, bæði vegna mikillar flugumferðar á íslenska flugstjórnarsvæðinu sem og raskana á flugvöllum í Evrópu.

Sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum hafa hjálpað til og gefið fólki kaffi og samlokur. Þá hafa margir fengið teppi auk þess sem borðum og stólum hefur verið komið fyrir víðsvegar sem og færanlegum plastkömrum.

Umdæmsisstjóri ISAVIA á Norðurlandi segir farþega almennt skilningsríka en stækka þurfi flugvöllin á akureyri til að betur sé hægt að bregðast við aðstæðum sem þessum.

En það hefur líka verið mikið að gera hjá flugumferðarstjórum. Met var slegið í flugumferð á íslenska flugstjórnarsvæðinu í gær. Alls komu 758 flugvélar inn á svæðið til að sneiða hjá ösku í háloftunum.

Að sjálfsögðu er það ekki bara hér á Íslandi sem flugasamgöngur eru í uppnámi. Þó nokkrum Flugvöllum á Portúgal, Spáni ,Suður-Frakkalnd, Sviss, Ítalíu, og Þýskaldandi var lokað í dag og búist er við lokunum í Tékklandi og Austurríki í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×