Fótbolti

Ciro Ferrara þjálfar 21 árs landslið Ítala

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ciro Ferrara.
Ciro Ferrara. Mynd/Nordic Photos/Getty
Ciro Ferrara, fyrrum þjálfari Juventus, hefur tekið að sér þjálfun 21 árs landslið Ítala. Pierluigi Casiraghi var rekinn eftir að Ítölum mistókst að komast í úrslitakeppni EM í Danmörku á næsta ári.

Íslenska 21 árs landsliðið er hinsvegar meðal átta keppnisþjóða á Evrópumótinu eftir tvo sigra á Skotum í sínum umspilaleikjum en það voru Hvít-Rússar sem slógu Ítali út úr umspilinu.

Ciro Ferrara var þjálfari Juventus í átta mánuði eða þar til að hann var rekinn í janúar eftir slæmt gengi liðsins. Hann hafði áður verið aðstoðarþjálfari A-landsliðsins.

Ferrara gerði tveggja ára samning en hann lék á sínum tíma með Napoli og Juventus og á alls 49 A-landsleiki og sex 21 árs landsleiki fyrir Ítalíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×