Fágæt íslensk frímerki á uppboði: Gætu farið á tugi milljóna Erla Hlynsdóttir skrifar 21. september 2010 10:40 Á skildingabréfinu eru tvö frímerki, tveggja skildinga og átta skildinga. Mynd: Thomas Høiland Auktioner Íslensk skildingaumslög eru ákaflega fágæt og þykja því mikil tíðindi í heimi frímerkjasafnara þegar slík umslög eru falboðin. Eitt örfárra íslenskra skildingaumslaga sem er í einkaeigu verður selt á uppboði hjá Thomas Hojland í Danmörku í byrjun næsta mánaðar. Lægsta boð er rúmar 200 þúsund danskar krónur eða um fjórar milljónir íslenskra króna. Viðbúið er að skildingaumslagið verði selt mun hærra verði. Hallur Þorsteinsson, formaður Félags frímerkjasafnara, býst við því að einhverjir Íslendingar bjóði í umslagið en telur ólíklegt að Íslendingar verði á meðal þeirra sem slást um það á endanum.Fíkn að safna frímerkjum „Mig rekur minni til þess að umslag var selt í Sviss fyrir nokkrum árum fyrir rúmar fjörutíu milljónir króna. Þetta er ekki á færi venjulegra manna. Þessi söfnun verður hálfgerð fíkn hjá mörgun. Menn eru tilbúnir til að fórna miklu. Sumir jafnvel fórna fasteignum. Þegar við erum komin út í þessar háu upphæðir þá eru kaupin hreinlega bara fjárfesting. Svona hlutir halda verðgildi sínu ansi lengi," segir Hallur. Auk þessa fullnægja frímerkjakaupin þrá margra forfallinna frímerkjasafnara til að eiga gott og fallegt safn. Hallur bendir á að skildingaumslagið sem seldist á um fjörutíu milljónir hafi verið einstaklega vel með farið og verðgildi þess því meira en ella. Lítillega sér á umslaginu sem nú er til sölu og verður það líklega til þess að það fer ekki á jafn háu verði. Hallur stefnir sjálfur ekki að því að bjóða í umslagið, bæði því skildingaumslögin séu ekki sérstaklega á hans áhugasviði og vegna þess á hversu háu verði það verður liklega selt. Bakhlið skildingaumslagsinsMynd: Thomas Høiland Auktioner Verðlaunað frímerkjasafn Íslensku skildingamerkin voru gefin út í kring um 1873. „Það eru veruleg tíðindi að þetta umslag sé boðið til sölu. Þetta er svo sjaldgæft," segir Hallur. Hann býst við að uppboðið verði til að glæða áhuga íslenskra philatelia, eins og hann kallar frímerkjasafnara upp á latínu. Flest íslensku skildingamerkin eru í eigu sænska greifans Storckenfeldt sem tók snemma við þau ástfóstri. Að sögn Halls eru merkin þó einnig til í einhverjum söfnum hér á landi. Hann bendir sérstaklega á verðlaunað safn Indriða Pálssonar sem er eitt frægasta frímerkjasafn á Íslandi.Frímerki á undanhaldi Hallur segir miður hversu mjög hefur dregið úr notkun frímerkja á síðari árum. „Það virðist vera stefna póstyfirvalda að frímerkja sem allra minnst og stimpla frekar umslög eða nota límmiða. Það er er sorgleg staðreynd að mörg börn eða unglingar vita varla hvað frímerki er," segir hann en bindur vonir við að frímerkjasöfnun blómstri áfram sem aldrei fyrr. Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Fleiri fréttir Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Sjá meira
Íslensk skildingaumslög eru ákaflega fágæt og þykja því mikil tíðindi í heimi frímerkjasafnara þegar slík umslög eru falboðin. Eitt örfárra íslenskra skildingaumslaga sem er í einkaeigu verður selt á uppboði hjá Thomas Hojland í Danmörku í byrjun næsta mánaðar. Lægsta boð er rúmar 200 þúsund danskar krónur eða um fjórar milljónir íslenskra króna. Viðbúið er að skildingaumslagið verði selt mun hærra verði. Hallur Þorsteinsson, formaður Félags frímerkjasafnara, býst við því að einhverjir Íslendingar bjóði í umslagið en telur ólíklegt að Íslendingar verði á meðal þeirra sem slást um það á endanum.Fíkn að safna frímerkjum „Mig rekur minni til þess að umslag var selt í Sviss fyrir nokkrum árum fyrir rúmar fjörutíu milljónir króna. Þetta er ekki á færi venjulegra manna. Þessi söfnun verður hálfgerð fíkn hjá mörgun. Menn eru tilbúnir til að fórna miklu. Sumir jafnvel fórna fasteignum. Þegar við erum komin út í þessar háu upphæðir þá eru kaupin hreinlega bara fjárfesting. Svona hlutir halda verðgildi sínu ansi lengi," segir Hallur. Auk þessa fullnægja frímerkjakaupin þrá margra forfallinna frímerkjasafnara til að eiga gott og fallegt safn. Hallur bendir á að skildingaumslagið sem seldist á um fjörutíu milljónir hafi verið einstaklega vel með farið og verðgildi þess því meira en ella. Lítillega sér á umslaginu sem nú er til sölu og verður það líklega til þess að það fer ekki á jafn háu verði. Hallur stefnir sjálfur ekki að því að bjóða í umslagið, bæði því skildingaumslögin séu ekki sérstaklega á hans áhugasviði og vegna þess á hversu háu verði það verður liklega selt. Bakhlið skildingaumslagsinsMynd: Thomas Høiland Auktioner Verðlaunað frímerkjasafn Íslensku skildingamerkin voru gefin út í kring um 1873. „Það eru veruleg tíðindi að þetta umslag sé boðið til sölu. Þetta er svo sjaldgæft," segir Hallur. Hann býst við að uppboðið verði til að glæða áhuga íslenskra philatelia, eins og hann kallar frímerkjasafnara upp á latínu. Flest íslensku skildingamerkin eru í eigu sænska greifans Storckenfeldt sem tók snemma við þau ástfóstri. Að sögn Halls eru merkin þó einnig til í einhverjum söfnum hér á landi. Hann bendir sérstaklega á verðlaunað safn Indriða Pálssonar sem er eitt frægasta frímerkjasafn á Íslandi.Frímerki á undanhaldi Hallur segir miður hversu mjög hefur dregið úr notkun frímerkja á síðari árum. „Það virðist vera stefna póstyfirvalda að frímerkja sem allra minnst og stimpla frekar umslög eða nota límmiða. Það er er sorgleg staðreynd að mörg börn eða unglingar vita varla hvað frímerki er," segir hann en bindur vonir við að frímerkjasöfnun blómstri áfram sem aldrei fyrr.
Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Fleiri fréttir Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Sjá meira