Innlent

Ísbjörninn fannst í Húsdýragarðinum

Ísbjörninn var vígalegur í Húsdýragarðinum.
Ísbjörninn var vígalegur í Húsdýragarðinum.

Týnda ísbjarnarstyttan sem Vísir sagði frá í morgun er komin í leitirnar. Styttan stóð fyrir utan verslun á Laugavegi en í gær var henni rænt og virtist ránið þaulskipulagt. Fjórir piltar stukku út úr sendibíl, tóku styttuna og óku á brott í hendingskasti.

Starfsmenn Húsdýragarðsins fundu síðan styttuna í morgun og létu verslunareigandann vita en þar hafði henni verið komið fyrir.

Sennilega hafa piltarnir með þessari aðgerð sinni ætlað að hjálpa Besta flokknum að uppfylla kosningaloforð sitt um að fá ísbjörn í Húsdýragarðinn.








Tengdar fréttir

Ísbirni rænt á Laugavegi

Ísbirni var stolið á Laugavegi í gærkvöld. Um er að ræða annan af tveimur voldugum ísbjarnarstyttum sem standa fyrir framan verslunina Ísbjörninn en í gærkvöldi um klukkan hálftíu stöðvaði hvítur sendiferðabíll fyrir utan búðina og fjórir piltar hlupu út og stálu öðrum ísbirninum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×