Þóra B. Helgadóttir varð um helgina sænskur meistari í knattspyrnu er LdB FC Malmö tryggði sér titilinn.
Malmö gerði jafntefli, 1-1, við Kopparberg/Göteborg sem er í öðru sæti deildarinnar. Tíu stigum munar á liðunum en þrjár umferðir eru eftir.
Að loknum nítján umferðum er Malmö enn taplaust. Liðið hefur unnið sautján leiki og gert tvö jafntefli.
Þóra stóð að venju í marki liðsins en hún hefur aðeins misst af einum leik í sumar. Dóra Stefánsdóttir hefur hins vegar misst af öllu tímabilinu vegna meiðsla.
Fimm leikir fóru fram í deildinni í gær. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði mark Kristianstad sem gerði 1-1 jafntefli við Djurgården.
Margrét Lára, Erla Steina Arnardóttir og Guðný Björk Óðinsdóttir voru allar í byrjunarliði Kristianstad í gær. Guðbjörg Gunnarsdóttir stóð í marki Kristianstad.
Þá tapaði Örebro fyrir Linköping á útivelli, 3-2. Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir lagði upp fyrra mark Örebro í leiknum. Bæði hún og Edda Garðarsdóttir voru í byrjunarliðinu í gær.
Þóra sænskur meistari
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar
Íslenski boltinn

„Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“
Körfubolti


Asensio skaut Villa áfram
Enski boltinn


Albert kom við sögu í naumum sigri
Fótbolti

„Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“
Körfubolti

Embiid frá út leiktíðina
Körfubolti
