Fótbolti

Óvæntur sigur Gabon gegn Kamerún

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Eto´o náði ekki að skora í dag.
Eto´o náði ekki að skora í dag.

Það urðu óvænt úrslit í Afríkukeppninni nú undir kvöld þegar Gabon gerði sér lítið fyrir og lagði Kamerún, 1-0.

Það var Daniel Cousin, leikmaður Hull City, sem skoraði eina mark leiksins á 17. mínútu.

Kamerúnar sóttu nokkuð stíft eftir markið en náðu þó ekki að skapa sér mikið af afgerandi færum. Sóknarleikur liðsins tilviljanakenndur og talsvert um hnoð.

Gabon-menn voru svo ekki fjarri því að bæta öðru marki við undir lokin þegar aukaspyrna liðsins small í þverslánni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×