Fótbolti

Eiður á bekknum í stórsigri Monaco

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Leikmenn AS Monaco voru í fantaformi á heimavelli sínum í kvöld er Montpellier kom í heimsókn. Heimamenn fóru mikinn og unnu stórsigur, 4-0.

Eiður Smári Guðjohnsen var aftur kominn í leikmannahóp liðsins.

Þrátt fyrir yfirburði Monaco fékk Eiður ekki tækifæri í leiknum og sat á bekknum allan tímann.

Svo gæti farið að þetta væri síðasta bekkjarseta hans í bili í Monaco en Eiður hefur verið orðaður við fjölda félaga á síðustu dögum og er sagður vera að hugsa sér til hreyfings.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×