Adriano Galliani, stjórnarformaður AC Milan, hefur staðfest að hann muni ræða við forráðamenn Barcelona með það í huga að kaupa Svíann Zlatan Ibrahimovic af félaginu.
Milan hefur verið orðað við leikmanninn í allt sumar en talið var að félagið hefði hvorki efni á að kaupa leikmanninn né greiða honum þau laun sem hann vill fá.
Umboðsmaður leikmannsins hefur síðan gefið það út að leikmaðurinn vilji ekki fara frá Barcelona.
Félagið er samt greinilega til í að ræða þann möguleika að selja leikmanninn.
"Málið er orðið opinbert og ég mun hitta Sandro Rosell, forseta Barcelona, á miðvikudag," sagði Galliani.