Fótbolti

Dómari frá Úsbekistan dæmir fyrsta leikinn á HM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ravshan Irmatov rekur Nemanja Vidic útaf í úrslitaleik heimsmeistarakeppni félagsliða.
Ravshan Irmatov rekur Nemanja Vidic útaf í úrslitaleik heimsmeistarakeppni félagsliða. Mynd/AFP
Úsbekastinn Ravshan Irmatov, besti dómari Asíu 2008 og 2009, fær þann heiður að dæma opnunarleikinn á HM sem fer fram á föstudaginn kemur og er á milli heimamanna í Suður-Afríku og Mexíkó.

Það hefur alltaf verið krefjandi verkefni fyrir dómara að dæma fyrsta leik keppninnar og leggja þar sem línurnar fyrir keppnina á meðan allur heimurinnn fylgist með.

Irmatov er 32 ára gamall og hefur verið alþjóðlegur dómari síðan 2003. Hann stærsta FIFA-verkefni til þessa var að dæma úrslitaleikinn í heimsmeistarakeppni félagsliða árið 2008.

Það er líka búið að raða dómurum niður á aðra leiki fyrstu daga heimsmeistarakeppninnar. Meðal þeirra má nefna að Brasilíumaðurinn Carlos Simon dæmir leik Englands og Bandaríkjanna en Japaninn Yuichi Nishimura dæmir leik Frakklands og Úrúgvæ.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×