Fótbolti

Lippi: Ítalía fer á HM til þess að vinna mótið

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Marcelo Lippi.
Marcelo Lippi.
Marcelo Lippi, þjálfari Ítalíu, segir að það verði erfitt fyrir alla þá sem mæta Englendingum á HM í sumar. Lippi segir liðið vera mjög hættulegt með hinn magnaða Wayne Rooney fremstan.

„Wayne Rooney er algjör lykilmaður hjá þeim. Hann er einn af bestu leikmönnum í heiminum," sagði Lippi í viðtali við goal.com

„Hann hefur góða tækni, sterkur og gefur öllu liðinu mikinn kraft. Það yrði gaman að mæta Fabio Capello og liði hans einhvertíman í keppninni, ég myndi elska það."

„Ítalía fer ekki á HM til þess að standa sig bara vel. Ítalía fer á HM til þess að vinna mótið," sagði Lippi en ítalska landsliðið sigraði síðasta Heimsmeistaramót árið 2006 undir stjórn kappans en hann ætlar sér að endurtaka leikinn í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×