Innlent

Mæðgur draga framboð sitt til baka af lista Ólafs F

Bryndís Torfadóttir hefur dregið framboð sitt til baka ásamt dóttur sinni.
Bryndís Torfadóttir hefur dregið framboð sitt til baka ásamt dóttur sinni.

Bryndís Torfadóttir, framkvæmdastjóri SAS, hefur ákveðið að draga til baka framboð sitt á H-lista Ólafs F. Magnússonar, en hún sendi tilkynningu þess eðlis út í kvöld. Hún er hinsvegar enn á listanum og verður á kjördag þar sem hún var of sein að draga framboðið til baka.

„Ég dreg mig til baka af persónulegum ástæðum," segir Bryndís sem þvertekur fyrir að það sé vegna óánægju með listann eða eitthvað honum tengdum. Hún segist einfaldlega ekki geta sinnt framboðinu af þeirri elju sem slíkt krefst.

Dóttir Bryndísar, Anna Kristina Rosenberg, dregur einnig framboð sitt til baka. Að sögn Bryndísar er það einnig vegna anna.

„Hún er í prófum í HR," segir Bryndís.

Í ljósi þess að hún var of sein að draga framboðið til baka verður nafnið hennar enn á lista á kjördag eins og fyrr segir. Næsti maður á listanum er Katrín Corazon Surban, sjúkraliði á Vökudeild Barnaspítala Hringsins. Því mun kynjahlutfallið ekki raskast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×