Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, féll um rúm 7,7 prósent í Kauphöllinni í dag. Þetta er eina lækkun dagsins. Eina hækkunin var á bréfum Marel, sem hækkaði um 0,67 prósent í dag.
Heildarviðskipti í Kauphöllinni námu tæpum 2,7 milljörðum króna í dag, að langmestu leyti með bréf í Færeyjabanka, eða upp á 2,6 milljarða. Gengi hlutabréfa í fyrirtækinu hreyfðist hins vegar ekkert.
Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,26 prósent og stóð hún í 806 stigum við lok dags.