Handbolti

Þjálfari Grosswallstadt rekinn - kvaddi á Íslandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Michael Biegler.
Michael Biegler. Nordic Photos / Bongarts

Stjórn þýska úrvalsdeildarfélagsins Grosswallstadt hefur ákveðið að reka þjálfarann Michael Biegler úr starfi. Hans síðasti leikur var gegn Haukum hér á landi um helgina.

Liðinu hefur ekki gengið sem skyldi í haust og er í níunda sæti þýsku úrvalsdeildarinnar með þrettán stig af 26 mögulegum.

Grosswallstadt vann þó öruggan sigur á Haukum um helgina eftir að liðið vann aðeins tveggja marka sigur í fyrri leik liðanna ytra.

Sverre Jakobsson leikur með Grosswallstadt en nýr aðalþjálfari liðsins er Peter David sem áður var aðstoðarmaður Biegler.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×