Bankarnir vilja blása lífi í bónuskerfi starfsmanna 15. mars 2010 07:00 Þreifingar eru um að taka aftur upp bónuskerfi í Arion banka, Íslandsbanka og Landsbanka, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Slíkt kerfi var við lýði í bönkunum fram að hruni haustið 2008. Bónuskerfi hafa ekki verið tekin upp í bönkunum síðan þá. Gangi allt eftir munu bónuskerfin einskorðast við tvö svið, eignastýringu og fyrirtækjaráðgjöf. „Það er mikilvægt að halda launahvatakerfi innan skynsamlegra marka og að þeir einir fái kaupauka sem eiga hann skilið," segir Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra. Reglur um árangurstengdar greiðslur eru hluti af viðamiklum breytingum ríkisstjórnarinnar á lögum um fjármálafyrirtæki, sem liggja á borði viðskiptanefndar Alþingis. Í þeim segir meðal annars að jafnvægis eigi að gæta á milli launa- og bónusgreiðslna. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins eru laun hjá bönkunum þremur þau hæstu innan fjármálageirans, ef frá eru skildar skilanefndir bankanna. Meðallaun hjá skilanefndum Kaupþings og Landsbankans hér á landi voru um 450 þúsund krónur á mánuði í fyrra en 1,1 milljón hjá skilanefnd Glitnis. Flestir starfsmenn skilanefnda eru með hagfræði- eða viðskiptafræðimenntun. Miðgildi mánaðarlauna viðskipta- og hagfræðinga nam 581 þúsund krónum í fyrra, samkvæmt kjarakönnun Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga, sem gerð var í fyrrahaust. Þetta var átta prósenta hækkun milli ára. Þá eru heimildir fyrir því að skilanefndir hafi freistað starfsmanna nýju bankanna með allt að þrisvar sinnum hærri launum. Bankarnir hafa verið tregir til að upplýsa um launakjör. Arion banki og Íslandsbanki vísa í að upplýsingarnar muni koma fram í væntanlegum ársreikningi. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum eru meðallaunin um 480 þúsund krónur. Ásmundur Stefánsson bankastjóri er með 1,5 milljón króna í laun á mánuði. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru framkvæmdastjórar bankans með um eina milljón króna á mánuði. - jab Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Þreifingar eru um að taka aftur upp bónuskerfi í Arion banka, Íslandsbanka og Landsbanka, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Slíkt kerfi var við lýði í bönkunum fram að hruni haustið 2008. Bónuskerfi hafa ekki verið tekin upp í bönkunum síðan þá. Gangi allt eftir munu bónuskerfin einskorðast við tvö svið, eignastýringu og fyrirtækjaráðgjöf. „Það er mikilvægt að halda launahvatakerfi innan skynsamlegra marka og að þeir einir fái kaupauka sem eiga hann skilið," segir Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra. Reglur um árangurstengdar greiðslur eru hluti af viðamiklum breytingum ríkisstjórnarinnar á lögum um fjármálafyrirtæki, sem liggja á borði viðskiptanefndar Alþingis. Í þeim segir meðal annars að jafnvægis eigi að gæta á milli launa- og bónusgreiðslna. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins eru laun hjá bönkunum þremur þau hæstu innan fjármálageirans, ef frá eru skildar skilanefndir bankanna. Meðallaun hjá skilanefndum Kaupþings og Landsbankans hér á landi voru um 450 þúsund krónur á mánuði í fyrra en 1,1 milljón hjá skilanefnd Glitnis. Flestir starfsmenn skilanefnda eru með hagfræði- eða viðskiptafræðimenntun. Miðgildi mánaðarlauna viðskipta- og hagfræðinga nam 581 þúsund krónum í fyrra, samkvæmt kjarakönnun Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga, sem gerð var í fyrrahaust. Þetta var átta prósenta hækkun milli ára. Þá eru heimildir fyrir því að skilanefndir hafi freistað starfsmanna nýju bankanna með allt að þrisvar sinnum hærri launum. Bankarnir hafa verið tregir til að upplýsa um launakjör. Arion banki og Íslandsbanki vísa í að upplýsingarnar muni koma fram í væntanlegum ársreikningi. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum eru meðallaunin um 480 þúsund krónur. Ásmundur Stefánsson bankastjóri er með 1,5 milljón króna í laun á mánuði. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru framkvæmdastjórar bankans með um eina milljón króna á mánuði. - jab
Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira