Innlent

Kraftmikið hlaup í Skaftá

Hlaup er hafið að nýju í Skaftá en þar hljóp vatn úr vestur katli Skaftárjökuls þann 20. júní. Nú er farið að renna úr eystri katlinum af miklum krafti að sögn Snorra Zóphóníassonar vatnamælingamanns hjá Veðurstofunni. Snorri segir að hlaupið hafi hafst í nótt og að rennslið sé komið í 700 rúmmetra. Búast má við því að það tvöfaldist þegar líða tekur á.

Hlaupið kemur fram á mæli við Sveinstind núna sem er um 20 kílómetra frá útfallinu en vatnavextirnir hafa enn ekki náð í byggð en það ætti að gerast seinnipart dags. Snorri segist búast við því að hlaupið núna verði um tvöfallt stærra en hlaupið sem varð um daginn og að það líti út fyrir að um dæmigert hlaup úr eystri katlinum sé að ræða. Það bætir síðan enn í hlaupið sú staðreyns en enn rennur vatn úr vestari katlinum.

Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að ekki sé talin hætta á ferðum en rétt er að vara við brennisteinsmengun sem helst gætir nærri upptökum hlaupvatnsins. Ferðamenn á svæðinu eru beðnir að fara gætilega en búast má við því að vatn fari yfir vegi við Hólaskjól og Skaftárdal.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×