Nágrannar sætti sig við tvöföldun á húsi gar@frettabladid.is skrifar 2. júlí 2010 06:30 Hjónin Árni Hauksson og Inga Lind Karlsdóttir keyptu Mávanes 17 og eru að byggja 786 fermetra einbýlishús á lóðinni. Fréttablaðið/Arnþór Kæru eigenda fjögurra húsa í Mávanesi vegna byggingar tæplega 800 fermetra einbýlishúss við götuna hefur verið vísað frá úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála. Félag í eigu Árna Haukssonar, fyrrverandi eiganda Húsasmiðjunnar, keypti í ársbyrjun 2008 húsið í Mávanesi 17. Í frávísun úrskurðarnefndarinnar kemur fram að Árni hafi strax við kaupin haft í huga að rífa húsið og byggja nýtt í staðinn. Það hafi fyrri eigandi einnig ætlað að gera. „Stærð lóðarinnar hafi hentað vel þar sem sjö væru í heimili og fyrirsjáanlegt að húsið yrði nokkuð stórt þótt ekki væri það sjálfstætt markmið," segir nánar um þetta. Eldra húsið var byggt 1966. Það var 357 fermetrar á einni hæð en nýja húsið verður 786 fermetrar og tvílyft að hluta. Bæjarstjórn Garðabæjar staðfesti byggingarleyfi fyrir húsinu í janúar á þessu ári. Nýtingarhlutfall lóðarinnar verður umtalsvert hærra en tíðkast í Mávanesi. „Kjallari er undir húsinu að vestanverðu sem opnast til vesturs enda gefur landslagshalli á lóðinni tilefni til þess," segir um málið í afgreiðslu byggingarnefndar bæjarins sem telur húsið innan skilmála. Málið var kynnt fyrir næstu nágrönnum. Eigendur fjögurra annarra húsa sem standa fjær Mávanesi 17, húsanna númer 6, 13, 22 og 24 kærðu hins vegar byggingarleyfið. Húsið sé alltof stórt. Það eyðileggi götumyndina, aðgengi að fjöru minnki og ónæði verði mikið af framkvæmdinni. „Það að opnað verði á að efnamenn, innlendir og erlendir, kaupi upp eldri hús, sem byggð hafi verið í samræmi við þær reglur sem gilt hafi og gildi enn á svæðinu, rífi húsin, eyðileggi yfirbragð gatnanna og byggi síðan hús sem þverbrjóti byggingarskilmála og hækki nýtingarhlutfall lóða sem byggingaraðilar hafi haldið sig við, sé með öllu óásættanlegt," segir um málsrök nágrannanna í umfjöllun úrskurðarnefndarinnar sem kvað húsið falla vel að lóð og götumynd og ekki breyta yfirbragði hverfisins að neinu marki. Kærunni væri vísað frá þar sem kærendurnir ættu ekki lögvarða hagsmuni í málinu. Byggingin myndi ekki hafa veruleg áhrif á útsýni frá húsum þeirra. „Verða nágrannar jafnframt að þola tímabundið rask og ónæði sem mannvirkjagerðinni fylgir," segir úrskurðarnefndin. Innlent Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Kæru eigenda fjögurra húsa í Mávanesi vegna byggingar tæplega 800 fermetra einbýlishúss við götuna hefur verið vísað frá úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála. Félag í eigu Árna Haukssonar, fyrrverandi eiganda Húsasmiðjunnar, keypti í ársbyrjun 2008 húsið í Mávanesi 17. Í frávísun úrskurðarnefndarinnar kemur fram að Árni hafi strax við kaupin haft í huga að rífa húsið og byggja nýtt í staðinn. Það hafi fyrri eigandi einnig ætlað að gera. „Stærð lóðarinnar hafi hentað vel þar sem sjö væru í heimili og fyrirsjáanlegt að húsið yrði nokkuð stórt þótt ekki væri það sjálfstætt markmið," segir nánar um þetta. Eldra húsið var byggt 1966. Það var 357 fermetrar á einni hæð en nýja húsið verður 786 fermetrar og tvílyft að hluta. Bæjarstjórn Garðabæjar staðfesti byggingarleyfi fyrir húsinu í janúar á þessu ári. Nýtingarhlutfall lóðarinnar verður umtalsvert hærra en tíðkast í Mávanesi. „Kjallari er undir húsinu að vestanverðu sem opnast til vesturs enda gefur landslagshalli á lóðinni tilefni til þess," segir um málið í afgreiðslu byggingarnefndar bæjarins sem telur húsið innan skilmála. Málið var kynnt fyrir næstu nágrönnum. Eigendur fjögurra annarra húsa sem standa fjær Mávanesi 17, húsanna númer 6, 13, 22 og 24 kærðu hins vegar byggingarleyfið. Húsið sé alltof stórt. Það eyðileggi götumyndina, aðgengi að fjöru minnki og ónæði verði mikið af framkvæmdinni. „Það að opnað verði á að efnamenn, innlendir og erlendir, kaupi upp eldri hús, sem byggð hafi verið í samræmi við þær reglur sem gilt hafi og gildi enn á svæðinu, rífi húsin, eyðileggi yfirbragð gatnanna og byggi síðan hús sem þverbrjóti byggingarskilmála og hækki nýtingarhlutfall lóða sem byggingaraðilar hafi haldið sig við, sé með öllu óásættanlegt," segir um málsrök nágrannanna í umfjöllun úrskurðarnefndarinnar sem kvað húsið falla vel að lóð og götumynd og ekki breyta yfirbragði hverfisins að neinu marki. Kærunni væri vísað frá þar sem kærendurnir ættu ekki lögvarða hagsmuni í málinu. Byggingin myndi ekki hafa veruleg áhrif á útsýni frá húsum þeirra. „Verða nágrannar jafnframt að þola tímabundið rask og ónæði sem mannvirkjagerðinni fylgir," segir úrskurðarnefndin.
Innlent Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira