Eiginkona fórnarlambs segir dóm of vægan SB skrifar 19. júlí 2010 11:06 Maðurinn var dæmdur í sex mánaða fangelsi, þar af fjóra mánuði skilorðsbundna. Eiginkona mannsins sem lést á Grindavíkurvegi í árekstri við drukkinn ökumann sem keyrði á vitlausum vegarhelmingi gagnrýnir dóminn og segir hann allt of vægan. Ökumaðurinn, sem var ofurölvi, fékk sex mánaða dóm á föstudaginn þar af fjóra mánuði skilorðsbundna. „Mér finnst þetta bara skandall. Það er allt of vægt tekið á þessum málum. Fólk er að fá þyngri refsingar fyrir að stela úr búð og það er ekki réttlátt," segir eiginkona mannsins sem lést. Í dómnum kemur fram að drukkni ökumaðurinn mældist með rúm 3 prómíll af alkahóli í blóðinu. „Að keyra undir slíkum áhrifum er eins og að labba inn á kaffihús og hleypa skoti úr byssu með lokuð augun. Það er bara mín skoðun. Þetta er mannsmorð." Dómurinn mat það til refsilækkunar að ökumaðurinn hefði farið í meðferð og gengi nú sporin. Fjórir mánuðir refsingarinnar eru skilorðsbundnir og eru líkur á að þá tvo mánuði sem eftir standa geti hann afplánað í formi samfélagsþjónustu. Þá væri fangelsisrefsingin fyrir manndráp af gáleysi engin. „Hann mun aldrei sitja af sér þessa tvo mánuði. Og ég hef enga leið til að knýja málið áfram. Mín réttindi eru engin af því þetta er opinbert mál en ekki einkamál," segir eiginkonan sem kvaðst ekki tilbúin að koma fram undir nafni, það væri mikilvægt að hlífa börnum þeirra sem komi að málinu, hún vildi einungis að fólk hugsaði um hvort dómar af þessu tagi væru réttlátir. Vísir ræddi við Júlíus Kristinn Magnússon, fulltrúa ákæruvaldsins í málinu. Hann sagði það aðeins á færi Ríkissaksóknara að áfrýja dómum á Héraðsdómsstigi. Þar sem málið hefði verið flutt af Lögreglustjóranum á Suðurnesjum hefði dómurinn verið sendur Ríkissaksóknara sem hefði tæpan mánuð til að ákveða hvort áfrýjað yrði eður ei. Hinn dæmdi sagðist við uppkvaðningu dómsins una honum. Hann hlaut mikla líkamlega áverka við slysið og var lengi frá vinnu. Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Sjá meira
Eiginkona mannsins sem lést á Grindavíkurvegi í árekstri við drukkinn ökumann sem keyrði á vitlausum vegarhelmingi gagnrýnir dóminn og segir hann allt of vægan. Ökumaðurinn, sem var ofurölvi, fékk sex mánaða dóm á föstudaginn þar af fjóra mánuði skilorðsbundna. „Mér finnst þetta bara skandall. Það er allt of vægt tekið á þessum málum. Fólk er að fá þyngri refsingar fyrir að stela úr búð og það er ekki réttlátt," segir eiginkona mannsins sem lést. Í dómnum kemur fram að drukkni ökumaðurinn mældist með rúm 3 prómíll af alkahóli í blóðinu. „Að keyra undir slíkum áhrifum er eins og að labba inn á kaffihús og hleypa skoti úr byssu með lokuð augun. Það er bara mín skoðun. Þetta er mannsmorð." Dómurinn mat það til refsilækkunar að ökumaðurinn hefði farið í meðferð og gengi nú sporin. Fjórir mánuðir refsingarinnar eru skilorðsbundnir og eru líkur á að þá tvo mánuði sem eftir standa geti hann afplánað í formi samfélagsþjónustu. Þá væri fangelsisrefsingin fyrir manndráp af gáleysi engin. „Hann mun aldrei sitja af sér þessa tvo mánuði. Og ég hef enga leið til að knýja málið áfram. Mín réttindi eru engin af því þetta er opinbert mál en ekki einkamál," segir eiginkonan sem kvaðst ekki tilbúin að koma fram undir nafni, það væri mikilvægt að hlífa börnum þeirra sem komi að málinu, hún vildi einungis að fólk hugsaði um hvort dómar af þessu tagi væru réttlátir. Vísir ræddi við Júlíus Kristinn Magnússon, fulltrúa ákæruvaldsins í málinu. Hann sagði það aðeins á færi Ríkissaksóknara að áfrýja dómum á Héraðsdómsstigi. Þar sem málið hefði verið flutt af Lögreglustjóranum á Suðurnesjum hefði dómurinn verið sendur Ríkissaksóknara sem hefði tæpan mánuð til að ákveða hvort áfrýjað yrði eður ei. Hinn dæmdi sagðist við uppkvaðningu dómsins una honum. Hann hlaut mikla líkamlega áverka við slysið og var lengi frá vinnu.
Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Sjá meira