Erlent

Almenningur verði á varðbergi

Interpol hefur birt myndir af sprengibúnaðinum.
Interpol hefur birt myndir af sprengibúnaðinum.
Alþjóðalögreglan Interpol hefur gefið út viðvörun vegna sprengjubúnaðar líkt og komið var nýverið fyrir í fraktflugvélum sem voru á leið til Bandaríkjanna. Interpol hvetur almenning til að vera á varðbergi gagnvart hugsanlegri ógn.

Sprengiefni fannst í tveimur pökkum um borð í fraktflugvélum UPS og FedExsem voru á leið frá Jemen til Bandaríkjanna fyrir rúmri viku. Annar pakkinn fannst á flugvellinum í Dubai en hinn við millilendingu á Bretlandi. Skráðir viðtakendur pakkanna voru samkomuhús gyðinga í Chicago. Hryðjuverkasamtökin al Kaídía bara ábyrgð á sprengjunum.

Interpol hefur nú birt myndir af sprengibúnaðinum og hefur lögregluyfirvöldum auk þess verið sendar upplýsingar um sprengjubúnaðinn sem þykir þróaður. Ronald K. Noble, framkvæmdastjóri Interpol, segir í fréttatilkynningu að ákveðið hafi verið birtar umræddar upplýsingar opinberlega í ljósi þess að sprengjubúnaðurinn var falinn í því sem virtist líta út fyrir að væru hefðbundnir pakkar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×