Brasilíumaðurinn Adriano hefur gert þriggja ára samning við ítalska úrvalsdeildarfélagið AS Roma.
Adriano var áður á mála hjá Inter en sneri aftur til Flamengo í heimalandinu á síðasta ári eftir að hafa glímt við ýmsa erfiðleika í hans persónulega lífi.
Roma varð í öðru sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar nú í vor og spilar því í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.
Adriano á að baki 47 leiki með brasilíska landsliðinu en er ekki með liðinu á HM í Suður-Afríku.