Fótbolti

Engin náð að vinna HM eftir að hafa verið með Íslandi í riðli

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hollendingar sárir eftir tapið árið 1978.
Hollendingar sárir eftir tapið árið 1978. GettyImages
Hollendingar fögnuðu örugglega vel þegar þeir lentu með Íslandi í riðli í undankeppninni.

Það hafði bara tvisvar gerst áður og það eru jafnframt einu tvö skiptin (HM 1974 og HM 1978) sem Hollendingar hafa komist alla leið í úrslitaleikinn á HM.

Engin þjóð sem hefur verið með Íslandi í riðli hefur náð að vinna heimsmeistaratitilinn en auk silfranna hjá Hollendingum þá enduðu Frakkar í 3. sæti á HM 1958.

Undanfarnar fimm HM-keppnir hefur engu liði úr íslenska undanriðlinum tekist að komast í átta liða úrslit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×