Krefjast ferðafrelsis í Vatnajökulsþjóðgarði 29. september 2010 05:30 Að því er segir á heimasíðu Vatnajökulsþjóðgarðs er eitt helsta hlutverk þjóðgarðsins að gera almenningi kleift að njóta hans í gegnum upplifun og fræðslu. Fjölmargir aðilar í ferðaþjónustu og útivist eru afar ósáttir við verndaráætlun sem stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs hefur lagt fyrir umhverfisráðherra til staðfestingar. Meðal þess sem stendur fyrir dyrum er að loka ýmsum leiðum fyrir ökutækjum og reiðhestum, meðal annars um Vonarskarð milli norðvestanverðs Vatnajökuls og Tungnafellsjökuls. Þetta angrar ýmsa ferðaþjónustuaðila, hestamenn, veiðimenn, jeppamenn og aðra útivistarmenn. Næsta laugardag vonast þessir hópar eftir þúsundum manna til að taka þátt í mótmælum við Vonarskarð undir yfirskriftinni „Jarðarför á ferðafrelsi Íslendinga“. Unnar Garðarsson, sem rekur ferðaþjónustuna Óbyggðaferðir og er meðal annars með ferðir um Vonarskarð, býður mótmælendum fría gistingu í Hólaskógi um helgina. „Það á að loka fyrir akandi umferð og reiðmönnum gömlum og viðurkenndum slóðum og vegum sem ferðamenn á Íslandi hafa notað í tugi ára,“ segir Unnar. Hann telur orðið verndaráætlun vera rangnefni. Mótmælin snúist um að bjarga þjóðgarðinum. „Þetta snýst ekki um verndarsjónarmið heldur lítur út fyrir að þetta séu nokkrir menn sem vilja geta komist þarna með gönguhópa og gengið um heilu víðátturnar í algjörri kyrrð og þögn,“ segir Unnar. Landssamband hestamanna er meðal hundraða aðila sem sendu inn athugasemdir við upphaflega áætlun stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs. Einar Bollason, eigandi Íshesta, segir stjórnina nánast ekkert tillit taka til athugasemdanna. „Og þeir leyfa sér að svara þeim öllum með einhverju stöðluðu bréfi. Önnur eins ókurteisi af stjórnskipunarvaldi hefur bara aldrei sést hér – og kalla menn þó ekki allt ömmu sína í þeim efnum,“ segir Einar. Að sögn Einars er hann sérlega vonsvikinn því hann hafi verið meðal þeirra sem hvatti til stofnunar Vatnajökulsþjóðgarðs. Þá hafi verið rætt um breytt hugarfar og að koma þyrfti til móts við þarfir heimamanna og ferðaþjónustunnar. „Öll þessi fögru orð og fyrirheit eru einskis virði í dag,“ segir Einar sem vill að stjórnvöld svari þeirri grundvallarspurningu hvort þjóðgarðar eigi eingöngu að vera fyrir gangandi fólk. „Ef svo er þá geta þeir troðið þessum þjóðgarði upp í afturendann á sér.“ Hvorki Anna Kristín Ólafsdóttir, formaður stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs, né Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra svöruðu skilaboðum Fréttablaðsins. Samkvæmt upplýsingum úr umhverfisráðuneytinu hafa margir gert athugasemdir við ráðherrann vegna tillögunnar og íhugar Svandís nú hvort gera þurfi á henni breytingar áður en hún staðfestir áætlunina. gar@frettabladid.is Unnar Garðarsson Einar Bollason Svandís Svavarsdóttir Fréttir Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Fjölmargir aðilar í ferðaþjónustu og útivist eru afar ósáttir við verndaráætlun sem stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs hefur lagt fyrir umhverfisráðherra til staðfestingar. Meðal þess sem stendur fyrir dyrum er að loka ýmsum leiðum fyrir ökutækjum og reiðhestum, meðal annars um Vonarskarð milli norðvestanverðs Vatnajökuls og Tungnafellsjökuls. Þetta angrar ýmsa ferðaþjónustuaðila, hestamenn, veiðimenn, jeppamenn og aðra útivistarmenn. Næsta laugardag vonast þessir hópar eftir þúsundum manna til að taka þátt í mótmælum við Vonarskarð undir yfirskriftinni „Jarðarför á ferðafrelsi Íslendinga“. Unnar Garðarsson, sem rekur ferðaþjónustuna Óbyggðaferðir og er meðal annars með ferðir um Vonarskarð, býður mótmælendum fría gistingu í Hólaskógi um helgina. „Það á að loka fyrir akandi umferð og reiðmönnum gömlum og viðurkenndum slóðum og vegum sem ferðamenn á Íslandi hafa notað í tugi ára,“ segir Unnar. Hann telur orðið verndaráætlun vera rangnefni. Mótmælin snúist um að bjarga þjóðgarðinum. „Þetta snýst ekki um verndarsjónarmið heldur lítur út fyrir að þetta séu nokkrir menn sem vilja geta komist þarna með gönguhópa og gengið um heilu víðátturnar í algjörri kyrrð og þögn,“ segir Unnar. Landssamband hestamanna er meðal hundraða aðila sem sendu inn athugasemdir við upphaflega áætlun stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs. Einar Bollason, eigandi Íshesta, segir stjórnina nánast ekkert tillit taka til athugasemdanna. „Og þeir leyfa sér að svara þeim öllum með einhverju stöðluðu bréfi. Önnur eins ókurteisi af stjórnskipunarvaldi hefur bara aldrei sést hér – og kalla menn þó ekki allt ömmu sína í þeim efnum,“ segir Einar. Að sögn Einars er hann sérlega vonsvikinn því hann hafi verið meðal þeirra sem hvatti til stofnunar Vatnajökulsþjóðgarðs. Þá hafi verið rætt um breytt hugarfar og að koma þyrfti til móts við þarfir heimamanna og ferðaþjónustunnar. „Öll þessi fögru orð og fyrirheit eru einskis virði í dag,“ segir Einar sem vill að stjórnvöld svari þeirri grundvallarspurningu hvort þjóðgarðar eigi eingöngu að vera fyrir gangandi fólk. „Ef svo er þá geta þeir troðið þessum þjóðgarði upp í afturendann á sér.“ Hvorki Anna Kristín Ólafsdóttir, formaður stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs, né Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra svöruðu skilaboðum Fréttablaðsins. Samkvæmt upplýsingum úr umhverfisráðuneytinu hafa margir gert athugasemdir við ráðherrann vegna tillögunnar og íhugar Svandís nú hvort gera þurfi á henni breytingar áður en hún staðfestir áætlunina. gar@frettabladid.is Unnar Garðarsson Einar Bollason Svandís Svavarsdóttir
Fréttir Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira