Fótbolti

Hvernig er hægt að klúðra þessu? - myndband

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Jakub Blaszcykowsi, leikmaður Dortmund í Þýskalandi, hefur bæst í  þann sístækkandi hóp leikmanna sem hafa klúðrað ótrúlegum dauðafærum fyrir galopnu marki.

Eins og á sjá má í myndskeiðinu hér fyrir ofan tókst Kuba, eins og hann er kallaður, að skjóta yfir markið þó svo að hann hafi verið með boltann í góðu jafnvægi í miðjum vítateignum og markvörðurinn ekki í markinu.

Fyrir aðeins tíu dögum síðan sýndum við myndband frá knattspyrnleik á Asíuleikunum þar sem liðsmaður Katar tókst að klúðra álíka góðu færi. Hann var þó ekki jafn heppinn og Kuba.

Dortmund vann nefnilega leikinn um helgina, 2-1 gegn Freiburg. Katar tapaði sínum leik og féll úr leik á Asíuleikunum.

Hér má sjá úttekt hjá Guardian um nokkur eftirminnileg klúður í gegnum tíðina.






Tengdar fréttir

Ótrúlegt klúður

Knattspyrnumenn fara oft illa með góð færi í leikjum en stundum eru klúður þeirra svo ótrúleg að þau vekja athygli um allan heim. Slíkt var einnig tilfellið hjá táningnum Khalfan Fahad, leikmanni landsliðs Katar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×