Fara yfir grundvallaratriði og meta stöðuna Boði Logason skrifar 13. ágúst 2010 09:32 Slökkviliðsmenn fjölmenntu á fundinn í morgun. „Við erum að fara yfir grundvallaratriði í þessum málum og ræða saman," segir Sverrir Björn Björnsson formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Um 70 félagsmenn hittust í Húnabúð í Skeifunni klukkan níu í morgun til að fara yfir stöðuna í samningaviðræðum en þriðja verkfall þeirra hófst klukkan átta í morgun og lýkur á miðnætti. Á fundinum eru slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn frá Keflavíkurflugvelli, Reykjavíkurflugvelli og höfuðborgarsvæðinu. Þá er fundurinn tengdur við Reykjanesbæ, Fjarðarbyggð og Akureyri. „Við erum að fara yfir það hvernig þetta gekk í nótt og meta stöðuna," segir Sverrir Björn en samningaviðræður stóðu til sex í morgun. Sverrir var svo mættur á fundinn klukkan níu og segist hafa fengið lítinn svefn. „Ég er búinn að sofa einhverjar tuttugu til fjörutíu mínútur, ég geri mér ekki grein fyrir því sjálfur." Samningaviðræður í nótt stoppuðu á atriði sem er tæknilegs eðlis. Sverrir Björn vill ekki gefa upp hvaða atriði það er. „Það er atriði sem við eigum og er geymt í húsakynnum ríkissáttasemjara. Í svona kjarasamningum snýst þetta um mörg lítil atriði, þegar þau koma öll saman þá ná menn samningnum." Og hann er bjartsýnn á að félagsmenn komi sterkari út af fundinum. „Menn koma alltaf sterkari út af svona fundum þegar þeir koma saman. Þetta er stór og góður fundur," segir hann. Tengdar fréttir Samningafundi slökkviliðsmanna lauk án niðurstöðu Samningafundi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna með samninganefnd sveitarfélaga lauk hjá ríkissátatsemjara á sjötta tímanum í morgun, án árangurs og hefur annar fundur ekki verið boðaður. 13. ágúst 2010 07:01 Isavia samþykkir að opna flugvöllinn á Húsavík Flugfélag Íslands hefur farið þess á leit við Isavia ohf. að flugvöllurinn á Húsavík verði opnaður í dag 13.ágúst 2010 fyrir flugvélar Flugfélagsins. Isavia hefur samþykkt að verða við þessari beiðni og hefur því flutt slökkvibifreið sína frá flugvellinum á Bakka til Húsavíkur. 13. ágúst 2010 08:05 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
„Við erum að fara yfir grundvallaratriði í þessum málum og ræða saman," segir Sverrir Björn Björnsson formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Um 70 félagsmenn hittust í Húnabúð í Skeifunni klukkan níu í morgun til að fara yfir stöðuna í samningaviðræðum en þriðja verkfall þeirra hófst klukkan átta í morgun og lýkur á miðnætti. Á fundinum eru slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn frá Keflavíkurflugvelli, Reykjavíkurflugvelli og höfuðborgarsvæðinu. Þá er fundurinn tengdur við Reykjanesbæ, Fjarðarbyggð og Akureyri. „Við erum að fara yfir það hvernig þetta gekk í nótt og meta stöðuna," segir Sverrir Björn en samningaviðræður stóðu til sex í morgun. Sverrir var svo mættur á fundinn klukkan níu og segist hafa fengið lítinn svefn. „Ég er búinn að sofa einhverjar tuttugu til fjörutíu mínútur, ég geri mér ekki grein fyrir því sjálfur." Samningaviðræður í nótt stoppuðu á atriði sem er tæknilegs eðlis. Sverrir Björn vill ekki gefa upp hvaða atriði það er. „Það er atriði sem við eigum og er geymt í húsakynnum ríkissáttasemjara. Í svona kjarasamningum snýst þetta um mörg lítil atriði, þegar þau koma öll saman þá ná menn samningnum." Og hann er bjartsýnn á að félagsmenn komi sterkari út af fundinum. „Menn koma alltaf sterkari út af svona fundum þegar þeir koma saman. Þetta er stór og góður fundur," segir hann.
Tengdar fréttir Samningafundi slökkviliðsmanna lauk án niðurstöðu Samningafundi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna með samninganefnd sveitarfélaga lauk hjá ríkissátatsemjara á sjötta tímanum í morgun, án árangurs og hefur annar fundur ekki verið boðaður. 13. ágúst 2010 07:01 Isavia samþykkir að opna flugvöllinn á Húsavík Flugfélag Íslands hefur farið þess á leit við Isavia ohf. að flugvöllurinn á Húsavík verði opnaður í dag 13.ágúst 2010 fyrir flugvélar Flugfélagsins. Isavia hefur samþykkt að verða við þessari beiðni og hefur því flutt slökkvibifreið sína frá flugvellinum á Bakka til Húsavíkur. 13. ágúst 2010 08:05 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Samningafundi slökkviliðsmanna lauk án niðurstöðu Samningafundi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna með samninganefnd sveitarfélaga lauk hjá ríkissátatsemjara á sjötta tímanum í morgun, án árangurs og hefur annar fundur ekki verið boðaður. 13. ágúst 2010 07:01
Isavia samþykkir að opna flugvöllinn á Húsavík Flugfélag Íslands hefur farið þess á leit við Isavia ohf. að flugvöllurinn á Húsavík verði opnaður í dag 13.ágúst 2010 fyrir flugvélar Flugfélagsins. Isavia hefur samþykkt að verða við þessari beiðni og hefur því flutt slökkvibifreið sína frá flugvellinum á Bakka til Húsavíkur. 13. ágúst 2010 08:05