Fótbolti

Sölvi Geir Ottesen til FC Köbenhavn?

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Fréttablaðið/Valli
Danska blaðið Ekstra Bladet segir að Sölvi Geir Ottesen sé efstur á óskalista FC Köbenhavn. Sölvi er á mála hjá SönderjyskE en er líklega á leið til stærra félags.

Blaðið segir að bæði OB og Bröndy hafi áhuga á Sölva sem einnig hefur verið orðaður við Newcastle og fleiri félög á Englandi.

Guðlaugur Tómasson, umboðsmaður Sölva, vildi ekkert segja við Ekstra Bladet þegar það leitaði viðbragða hans.

Sölvi er 26 ára gamall og á fast sæti í íslenska landsliðshópnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×