Ljósnet fyrir neytendur 4. mars 2010 06:00 Sævar Freyr Þráinsson skrifar um gagnaflutninga Síminn kynnti nýlega til sögunnar Ljósnet Símans, nýja og afar öfluga leið til gagnaflutninga sem mun standa 42 þúsund heimilum til boða á næstu tveimur árum. Eitthvað virðist Ljósnetið koma við kaunin á forsvarsmönnum Gagnaveitu Reykjavíkur og hefur framkvæmdastjórinn í blaðaviðtali sakað okkur hjá Símanum um að beita blekkingum í samanburði á Ljósneti Símans við Ljósleiðarakerfi Gagnaveitu Reykjavíkur. Það var sérkennilegt að lesa viðtalið við framkvæmdastjórann enda kenndi þar ýmissa grasa. Í fyrsta lagi segir framkvæmdastjórinn það ekki rétt að uppbygging kerfis Gagnaveitunnar hafi kostað 12 milljarða heldur hafi hún kostað 3 milljarða. Þetta fullyrðir framkvæmdastjórinn þrátt fyrir að í ársreikningum Gagnaveitunnar og Orkuveitunnar megi lesa eftirfarandi staðreyndir: Hlutafé sem Orkuveitan hefur greitt inn í Gagnaveituna nemur alls 4,7 milljörðum króna. Því til viðbótar hefur Orkuveitan veitt Gagnaveitunni lán að upphæð 6,3 milljarðar króna. Framkvæmdir á seinasta ári munu hafa numið um 700 milljónum króna. Alls eru þetta því um 11,7 milljarðar króna. Í hvað fór þetta fé ef uppbygging kerfis Gagnaveitunnar kostaði 3 milljarða króna? Í öðru lagi segir framkvæmdastjórinn að Ljósnet Símans sé ekki annað en uppfærsla á ADSL. Þetta er að sjálfsögðu alrangt og svo virðist sem hann hafi alls ekki kynnt sér þá tækni sem Ljósnetið byggir á. Hér er um að ræða tækni sem hefur á seinustu árum rutt sér til rúms um allan heim og kallast á ensku ýmist „Fiber to the home", „Fiber to the building", eða „Fiber to the curb". Þetta er blönduð tækni, sums staðar er ljósleiðari lagður alla leið inn í hús, einbýli eða fjölbýli, en annars staðar er ljósleiðari lagður að götuskáp og koparinn nýttur síðustu metrana inn í hús. Tækniframfarir seinustu ára valda því að upplifun neytandans er sú sama og hraði tenginga er sambærilegur í hvoru tilfelli fyrir sig. Ljósnet Símans uppfyllir því fyrirsjáanlegar þarfir heimila næsta áratuginn og hraði tenginga er langt umfram það sem flestir eiga að venjast. Pirringur framkvæmdastjórans yfir því að þessi tækni sé kynnt sem Ljósnet er óskiljanleg ef við skoðum eftirfarandi dæmi: Í Ljósneti Símans er algengt að ljósleiðarinn frá svokallaðri miðju og að götuskáp í úthverfi sé 7 kílómetra langur og að kopartaug inn á heimili sé um 120 metrar. Ljósleiðarinn er því 98,3% vegalengdarinnar. Í þriðja lagi segir framkvæmdastjórinn það ekki rétt að Gagnaveitan hafi tengt 20 þúsund heimili heldur séu þau nær 30 þúsund. Það hefur komið fram að viðskiptavinir Gagnaveitunnar séu innan við sjö þúsund heimili. Það skyldi þó ekki vera að hálfköruð hverfi, með tómum íbúðum teljist „heimili" hjá Gagnaveitunni? Þannig má kannski fá út tölur sem auðveldara er að réttlæta fyrir þeim sem í raun borga brúsann, hitaveitunotendum í Reykjavík. Höfundur er forstjóri Símans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 08.02.2025 Halldór Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Sævar Freyr Þráinsson skrifar um gagnaflutninga Síminn kynnti nýlega til sögunnar Ljósnet Símans, nýja og afar öfluga leið til gagnaflutninga sem mun standa 42 þúsund heimilum til boða á næstu tveimur árum. Eitthvað virðist Ljósnetið koma við kaunin á forsvarsmönnum Gagnaveitu Reykjavíkur og hefur framkvæmdastjórinn í blaðaviðtali sakað okkur hjá Símanum um að beita blekkingum í samanburði á Ljósneti Símans við Ljósleiðarakerfi Gagnaveitu Reykjavíkur. Það var sérkennilegt að lesa viðtalið við framkvæmdastjórann enda kenndi þar ýmissa grasa. Í fyrsta lagi segir framkvæmdastjórinn það ekki rétt að uppbygging kerfis Gagnaveitunnar hafi kostað 12 milljarða heldur hafi hún kostað 3 milljarða. Þetta fullyrðir framkvæmdastjórinn þrátt fyrir að í ársreikningum Gagnaveitunnar og Orkuveitunnar megi lesa eftirfarandi staðreyndir: Hlutafé sem Orkuveitan hefur greitt inn í Gagnaveituna nemur alls 4,7 milljörðum króna. Því til viðbótar hefur Orkuveitan veitt Gagnaveitunni lán að upphæð 6,3 milljarðar króna. Framkvæmdir á seinasta ári munu hafa numið um 700 milljónum króna. Alls eru þetta því um 11,7 milljarðar króna. Í hvað fór þetta fé ef uppbygging kerfis Gagnaveitunnar kostaði 3 milljarða króna? Í öðru lagi segir framkvæmdastjórinn að Ljósnet Símans sé ekki annað en uppfærsla á ADSL. Þetta er að sjálfsögðu alrangt og svo virðist sem hann hafi alls ekki kynnt sér þá tækni sem Ljósnetið byggir á. Hér er um að ræða tækni sem hefur á seinustu árum rutt sér til rúms um allan heim og kallast á ensku ýmist „Fiber to the home", „Fiber to the building", eða „Fiber to the curb". Þetta er blönduð tækni, sums staðar er ljósleiðari lagður alla leið inn í hús, einbýli eða fjölbýli, en annars staðar er ljósleiðari lagður að götuskáp og koparinn nýttur síðustu metrana inn í hús. Tækniframfarir seinustu ára valda því að upplifun neytandans er sú sama og hraði tenginga er sambærilegur í hvoru tilfelli fyrir sig. Ljósnet Símans uppfyllir því fyrirsjáanlegar þarfir heimila næsta áratuginn og hraði tenginga er langt umfram það sem flestir eiga að venjast. Pirringur framkvæmdastjórans yfir því að þessi tækni sé kynnt sem Ljósnet er óskiljanleg ef við skoðum eftirfarandi dæmi: Í Ljósneti Símans er algengt að ljósleiðarinn frá svokallaðri miðju og að götuskáp í úthverfi sé 7 kílómetra langur og að kopartaug inn á heimili sé um 120 metrar. Ljósleiðarinn er því 98,3% vegalengdarinnar. Í þriðja lagi segir framkvæmdastjórinn það ekki rétt að Gagnaveitan hafi tengt 20 þúsund heimili heldur séu þau nær 30 þúsund. Það hefur komið fram að viðskiptavinir Gagnaveitunnar séu innan við sjö þúsund heimili. Það skyldi þó ekki vera að hálfköruð hverfi, með tómum íbúðum teljist „heimili" hjá Gagnaveitunni? Þannig má kannski fá út tölur sem auðveldara er að réttlæta fyrir þeim sem í raun borga brúsann, hitaveitunotendum í Reykjavík. Höfundur er forstjóri Símans.
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun