Maður var fluttur á slysadeild um klukkan hálfníu í kvöld eftir að hann hafði drukkið stíflueyði í Húsasmiðjunni í Skútuvogi. Að sögn vakstjóra hjá slökkviliðinu voru það starfsmenn Húsasmiðjunnar sem kvöddu sjúkralið á vettvang en maðurinn var mjög veikur enda um afar sterkt efni að ræða sem brennir innyfli og getur verið baneitrað.
Fluttur á slysadeild eftir að hafa drukkið stíflueyði
