Innlent

Undarleg skilaboð úr ráðuneytinu um kjúklingakjöt

Að mati Neytendasamtakanna koma misvísandi skilaboð úr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu um innflutning á kjúklingakjöti
Að mati Neytendasamtakanna koma misvísandi skilaboð úr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu um innflutning á kjúklingakjöti
„Þau eru undarleg skilaboðin sem berast frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu í fjölmiðlum þessa dagana," segir í pistli á vef Neytendasamtakanna sem ber einfaldlega yfirskriftina: „Undarleg skilaboð."

„Fyrir nokkrum dögum hélt sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra því fram að minni kröfur væru gerðar til innflutts kjúklingakjöts en innlendrar framleiðslu hvað varðar salmonellusýkta kjúklinga. Það er hins vegar svo að kjúklingakjöti sem flutt er inn frá öðrum löndum verður að fylgja heilbrigðisvottorð um að það séu án salmonellu. Það verður að teljast meira en lítið undarlegt þegar sá ráðherra sem fer með matvælamál þekkir ekki eigin reglur betur," segir í pistlinum sem birtist á vefnum í dag.

„Í gær kom svo yfirlýsing frá upplýsingafulltrúa ráðuneytisins og þar sem hann kvartaði yfir því að hér giltu of strangar heilbrigðiskröfur varðandi kjúklingaframleiðslu þegar kæmi að salmonellusýktum afurðum. Þessar kröfur gerðu það að verkum að birgðir af innlendu kjúklingakjöti væru of litlar vegna tíðra salmonellusýkinga í kjúklingabúum hér á landi. Lesa mátti milli línanna að einfaldast væri að slaka á kröfum og leyfa um leið að salmonellusýktar vörur séu í verslunum. Ljóst er að neytendur geta engan vegin tekið undir þetta og raunar eiga kjúklingaframleiðendur einnig að mótmæla harðlega. Það er ekki til hagsbóta fyrir þá ef salmonellusýkt vara er í verslunum. Salan mun einfaldlega dragast saman, það hefur reynslan sýnt okkur," segir á vefnum.

Vefur Neytendasamtakanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×