Óð að ljósmyndara með hnefann á lofti 20. janúar 2010 06:00 Hosmany ramos Var leiddur inn í héraðsdóm í handjárnum sem fest voru við mittisól. Auk málflutnings í framsalsmáli hans var hann úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 2. febrúar.Fréttablaðið/Gva Árvökull fangavörður greip inn í atburðarás fyrir utan dómsal í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær þegar brasilíski gæsluvarðhaldsfanginn Hosmany Ramos gerði sig líklegan til að ráðast á ljósmyndara Fréttablaðsins. Ramos virtist snöggreiðast þegar ljósmyndarinn hóf að mynda hann og kvaðst ekki vilja myndatökur. Að því búnu ætlaði hann að vaða að ljósmyndaranum með krepptan hnefa á lofti. Hann komst þó ekki alla leið því annar fangavarðanna kippti í ól sem var um mitti Ramosar, sem handjárnin höfðu verið fest við, og hnykkti honum til baka. Hann var síðan færður í hliðarherbergi, þar til málflutningur hófst í framsalsmáli hans. Í framhaldi af því var gæsluvarðhald yfir honum framlengt til 2. febrúar. Í málflutningnum í gær kom fram að framsalsbeiðni brasilískra stjórnvalda er grundvölluð á tveimur dómum sem hann hlaut í heimalandinu. Annars vegar tveggja ára dómur fyrir vopnað rán þegar hann, ásamt öðrum manni, rændi tvær konur með því að hóta þeim með byssu. Hins vegar 24 ára dóm fyrir skipulagningu á og þátttöku í mannráni og ráni. Hann var handtekinn þegar fram átti að fara afhending lausnargjalds upp á tuttugu milljónir króna á núverandi gengi. Hann og félagi hans skutu að lögreglumönnunum áður en handtaka fór fram. Ramos átti eftir tólf og hálft ár af afplánuninni, þegar hann lét sig hverfa að fengnu jólaleyfi. Honum skaut svo upp hér á landi 9. ágúst, sem kunnugt er. Hann bar fyrir dómi í gær að yrði hann framseldur biði hans ekkert annnað en dauðinn. Hann hefði skrifað greinargerð um spillingu háttsettra manna í Brasilíu inn á netið og nafngreint þar menn. Hann myndi því sæta pólitískum ofsóknum og sagði það algengustu aðferð til að láta menn hverfa í brasilískum fangelsum að setja eitur í matinn hjá þeim. Hins vegar kvaðst hann tilbúinn til að afplána eftirstöðvarnar hér á landi. jss@frettabladid.is Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Fleiri fréttir Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Sjá meira
Árvökull fangavörður greip inn í atburðarás fyrir utan dómsal í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær þegar brasilíski gæsluvarðhaldsfanginn Hosmany Ramos gerði sig líklegan til að ráðast á ljósmyndara Fréttablaðsins. Ramos virtist snöggreiðast þegar ljósmyndarinn hóf að mynda hann og kvaðst ekki vilja myndatökur. Að því búnu ætlaði hann að vaða að ljósmyndaranum með krepptan hnefa á lofti. Hann komst þó ekki alla leið því annar fangavarðanna kippti í ól sem var um mitti Ramosar, sem handjárnin höfðu verið fest við, og hnykkti honum til baka. Hann var síðan færður í hliðarherbergi, þar til málflutningur hófst í framsalsmáli hans. Í framhaldi af því var gæsluvarðhald yfir honum framlengt til 2. febrúar. Í málflutningnum í gær kom fram að framsalsbeiðni brasilískra stjórnvalda er grundvölluð á tveimur dómum sem hann hlaut í heimalandinu. Annars vegar tveggja ára dómur fyrir vopnað rán þegar hann, ásamt öðrum manni, rændi tvær konur með því að hóta þeim með byssu. Hins vegar 24 ára dóm fyrir skipulagningu á og þátttöku í mannráni og ráni. Hann var handtekinn þegar fram átti að fara afhending lausnargjalds upp á tuttugu milljónir króna á núverandi gengi. Hann og félagi hans skutu að lögreglumönnunum áður en handtaka fór fram. Ramos átti eftir tólf og hálft ár af afplánuninni, þegar hann lét sig hverfa að fengnu jólaleyfi. Honum skaut svo upp hér á landi 9. ágúst, sem kunnugt er. Hann bar fyrir dómi í gær að yrði hann framseldur biði hans ekkert annnað en dauðinn. Hann hefði skrifað greinargerð um spillingu háttsettra manna í Brasilíu inn á netið og nafngreint þar menn. Hann myndi því sæta pólitískum ofsóknum og sagði það algengustu aðferð til að láta menn hverfa í brasilískum fangelsum að setja eitur í matinn hjá þeim. Hins vegar kvaðst hann tilbúinn til að afplána eftirstöðvarnar hér á landi. jss@frettabladid.is
Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Fleiri fréttir Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent