Fótbolti

Þingmaður ýjar að samsæri til að hjálpa Juventus

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Ítalski þingmaðurinn Antonio Gentile hefur skorað á forseta Napoli að draga lið sitt úr keppni í ítölsku úrvalsdeildinni til þess að mótmæla dómgæslunni sem Napoli er að fá.

Gentile vill meina að mafían sé komin með puttana í boltann og sé að hjálpa Juventus að ná fjórða sæti deildarinnar á kostnað Napoli.

Dómgæslan hefur ekki verið Napoli í hag í síðustu leikjum og síðast í gær fékk leikmaður liðsins rautt spjald sem var glórulaus dómur. Napoli tapaði síðan leiknum, 3-1.

Juventus er nú aðeins þrem stigum á eftir Napoli í deildinni en þó í sjöunda sæti.

Gentile er sannfærður um að mafían sé að hafa áhrif á dómara deildarinnar og vill því að Napoli hætti að mæta til leiks.







 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×