Fótbolti

Zlatan og Mourinho fengu ítalska Óskarinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Zlatan í leik með Inter.
Zlatan í leik með Inter.

Svíinn Zlatan Ibrahimovic var valinn besti leikmaður ítölsku deildarinnar leiktíðina 2008-09 en þetta er annað árið í röð sem Zlatan hlýtur þessi verðlaun sem Ítalarnir kalla einfaldlega Óskarinn.

Zlatan var í lykilhlutverki hjá Inter sem vann ítölsku deildina fjórða árið í röð.

Þjálfari Inter, Jose Mourinho, var síðan valinn besti þjálfarinn.

Daniele De Rossi hjá Roma var síðan valinn besti ítalski leikmaðurinn í deildinni.

Julio Cesar, markvörður Inter, var síðan valinn besti markvörður deildarinnar en flestir áttu von á því að Gianlugi Buffon fengi þau verðlaun.





 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×