Fótbolti

Sex þjóðir eiga lið í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Liðsmenn Bordeaux komust í átta liða úrslitin í gær.
Liðsmenn Bordeaux komust í átta liða úrslitin í gær. Mynd/AFP
Sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar kláruðust í gær og þar með er ljóst hvaða átta lið eru komin í átta liða úrslitin. Alls eiga sex þjóðir fulltrúa í átta liða úrslitunum sem er það mesta síðan 1998-99.

England og Frakkland eiga bæði tvö lið í hópi þeirra átta bestu en þar eru einnig lið frá Spáni, Ítalíu, Þýskalandi og Rússlandi. Fyrir ellefu árum áttu þessar þjóðir fulltrúa í átta liða úrslitunum: Ítalía (2 lið), Þýskaland (2 lið), England, Spánn, Úkraína, Grikkland.

England hefur átt fjögur lið í átta liða úrslitunum undanfarin tvö tímabil en núna datt Liverpool út í riðlakeppninni og Chelsea út úr 16 liða úrslitunum.

Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir það hve margar þjóðir hafa átt lið í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Þjóðir með fulltrúa í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar

2009-2010 Sex þjóðir

England 2 (Manchester United, Arsenal), Frakkland 2 (Bordeaux, Lyon), Spánn 1 (Barcelona), Ítalía 1 (Internazionale), Þýskaland 1 (Bayern Munchen), Rússland 1 (CSKA Moskva)

2008-2009 Fjórar þjóðir

England 4 (Manchester United, Liverpool, Arsenal, Chelsea), Spánn 2 (Villarreal, Barcelona), Þýskaland 1 (Bayern Munchen), Portúgal 1 (Porto).

2007-2008 Fimm þjóðir

England 4 (Manchester United, Liverpool, Arsenal, Chelsea), Spánn 1 (Barcelona), Ítalía 1 (Roma), Þýskaland 1 (Schalke 04), Tyrkland 1 (Fenerbahce)

2006-2007 Fimm þjóðir

England 3 (Manchester United, Liverpool, Chelsea), Ítalía 2 (AC Milan, Roma), Spánn 1 (Valencia), Þýskaland 1 (Bayern Munchen), Holland 1 (PSV Eindhoven)

2005-2006 Fimm þjóðir

Ítalía 3 (Juventus, Internazionale, AC Milan), Spánn 2 (Villarreal, Barcelona), England 1 (Arsenal), Frakkland 1 (Lyon), Portúgal 1 (Benfica).

2004-2005 Fimm þjóðir

Ítalía 3 (Juventus, Internazionale, AC Milan), England 2 (Liverpool, Chelsea), Holland 1 (PSV Eindhoven), Þýskaland 1 (Bayern Munchen), Frakkland 1 (Lyon),

2003-2004 Fimm þjóðir

England 2 (Arsenal, Chelsea), Spánn 2 (Deportivo La Coruna, Real Madrid), Frakkland 2 (Lyon, Monaco), Ítalía 1 (AC Milan), Portúgal 1 (Porto).

2002-2003 Fjórar þjóðir

Spánn 3 (Barcelona, Real Madrid, Valencia), Ítalía 3 (Juventus, Internazionale, AC Milan), England 1 (Manchester United), Holland 1 (Ajax)

2001-2002 Fjórar þjóðir

Spánn 3 (Barcelona, Deportivo La Coruna, Real Madrid), Þýskaland 2 (Bayern Munchen, Bayer Leverkusen), England 2 (Manchester United, Liverpool), Grikkland 1 (Panathinaikos)

2000-2001 Fjórar þjóðir

Spánn 3 (Valencia, Deportivo La Coruna, Real Madrid), England 3 (Leeds, Liverpool, Arsenal), Tyrkland 1 (Galatasaray), Þýskaland 1 (Bayern Munchen),

1999-2000 Fimm þjóðir

Spánn 3 (Barcelona, Valencia, Real Madrid), England 2 (Manchester United, Chelsea), Ítalía 1 (Lazio), Þýskaland 1 (Bayern Munchen), Portúgal 1 (Porto).

1998-1999 Sex þjóðir

Ítalía 2 (Internazionale, Juventus), Þýskaland 2 (Bayern Munchen, Kaiserslautern), England 1 (Manchester United), Spánn 1 (Real Madrid), Úkraína 1 (Dynamo Kiev), Grikkland 1 (Olympiacos).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×