

Um forgang í leikskóla
Fullyrðing Þórðar, um að borgarfulltrúar hafi með breytingunni tekið mið af „þröngum sjónarmiðum“ eigingjarnra foreldra fram yfir sjálfsögð réttindi systkina og foreldra þeirra, er röng. Reglan um systkinaforgang var afnumin 2008 þar sem hún var talin ganga í berhögg við jafnræðisreglu stjórnsýsluréttar. Stuttu áður höfðu ný lög um leikskóla tekið gildi þar sem fyrir lágu fyrirmæli um að viðhafa bæri jafnrétti í öllu leikskólastarfi, auk þess sem hagur og velferð barna skyldu höfð að leiðarljósi í öllu slíku starfi.
Hjá leikskólum Reykjavíkurborgar er ávallt leitast við að vista systkini í sama leikskóla, bæði þeim og foreldrum þeirra til hagsbóta. Reglan um systkinaforgang var á sínum tíma innleidd til þess. Í krafti hennar gátu börn sem fædd eru seint á árinu komist fyrr að en börn sem fædd eru fyrr sama ár. Stundum munaði næstum heilu ári enda mesta hreyfingin á plássum þegar 5 ára börnin flytjast yfir í grunnskóla. Mikið var kvartað yfir þessu fyrirkomulagi og spurt um réttmæti þess að yngri börn kæmust fram yfir eldri börn. Foreldrar barna sem fóru aftar í röð vegna forgangsins þurftu þannig að bíða eftir plássi á leikskóla og kvörtuðu yfir því að forgangurinn gengi gegn reglum borgarinnar þar sem segir að börn innritist í leikskólann eftir kennitölu, þ.e. að þau elstu gangi fyrir. Að auki gerðist það stundum að yngra barn komst fram fyrir kennitöluröð vegna systkinis sem útskrifast myndi strax og hið yngra fengi pláss. Þeir foreldrar sem gerðu athugasemdir við þessar reglur voru í ljósi þessa hvorki eigingjarnir né höfðu þröng sjónarmið að leiðarljósi.
Snemma á þessu ári var leitað álits borgarlögmanns á réttmæti systkinaforgangs. Í áliti hans frá 26. apríl sl. segir: „ ...skýrt er kveðið á um það í lögum um leikskóla að velferð og hagur barna skuli hafður að leiðarljósi í öllu starfi. Það á einnig við um hvernig börnum skuli forgangsraðað á biðlista eftir leikskólavist. Þar skiptir mestu þörf barna fyrir leikskólavist miðað við aldur þeirra og þroska enda óumdeilt að mikilvægt er fyrir þroska barna að þau komist sem fyrst í leikskóla ...
Þetta sjónarmið er gegnumgangandi leiðarljós í öllu leikskólastarfi. Eðlilegasta og óumdeildasta reglan við forgangsröðun barna að leikskólavist er aldur barna. Frávik frá þeirri reglu verða því almennt að styðjast við önnur og ríkari sjónarmið, s.s. ef barn glímir við þroskafrávik eða aðrar félagslegar aðstæður sem réttlætt geta frávik frá þeirri meginreglu að aldur ráði forgangi að leikskóladvöl. Reglan um systkinaforgang virðist fyrst og fremst til þess fallin að mæta hagsmunum foreldra ... og verður varla fundin stoð í sérlegum hagsmunum viðkomandi barna, umfram hagsmuni annarra barna sem ekki hafa leikskólavist ...
Þó jafnræðisreglan sé höfð í heiðri er eftir fremsta megni leitast við að vista systkini í sama leikskóla. Forgangur verður hins vegar alltaf umdeildur og því verða stjórnvöld hverju sinni að vanda mjög til verka til að jafnræðis sé gætt og velferð sérhvers barns ráði mestu. Þó stöðugt sé deilt á stjórnmálamenn þessa dagana vegna misgóðra verka þá er í þessu tilfelli seint hægt að segja að borgarfulltrúar séu ekki í tengslum við raunveruleikann. Ný borgarstjórn tekur nú við og eðlilegt að nýjar leiðir og hugmyndir séu ræddar. Það verður hins vegar að gerast í samræmi við lög og reglur og með jafnræði milli leikskólabarna að leiðarljósi.
Skoðun

Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki
Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar

Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar

Hvernig er veðrið þarna uppi?
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Að leita er að læra
Ragnar Sigurðsson skrifar

Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni
Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar

Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar
Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar

Þetta er ekki raunverulegt réttlæti
Snorri Másson skrifar

Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun
Daníel Rúnarsson skrifar

Vofa illsku, vofa grimmdar
Haukur Már Haraldsson skrifar

Á að láta trúð ráða ferðinni?
Ingólfur Steinsson skrifar

Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs
Ásdís Kristjánsdóttir skrifar

Ofþétting byggðar í Breiðholti?
Þorvaldur Daníelsson skrifar

Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð
Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar

Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð?
Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar

Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref!
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið
Árni Stefán Árnason skrifar

Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð
Ólafur Sigurðsson skrifar

Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga
Marta Wieczorek skrifar

Raunveruleg úrræði óskast takk!
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

(Ó)merkilegir íbúar
Örn Smárason skrifar

Vangaveltur um ábyrgð og laun
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar

Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Til hvers að læra iðnnám?
Jakob Þór Möller skrifar

Komir þú á Grænlands grund
Gunnar Pálsson skrifar

Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg
Ósk Sigurðardóttir skrifar

Hlustum á náttúruna
Svandís Svavarsdóttir skrifar

Skattheimta sem markmið í sjálfu sér
Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar

Tæknin hjálpar lesblindum
Guðmundur S. Johnsen skrifar

Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni
Sigurjón Þórðarson skrifar

Opið bréf til Friðriks Þórs
Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar