Styrmir Þór einnig ákærður fyrir peningaþvætti Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. júlí 2010 18:45 Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka, er ekki aðeins ákærður fyrir hlutdeild í umboðssvikum því hann er einnig ákærður fyrir peningaþvætti. Fyrstu ákærur sérstaks saksóknara verða þingfestar á morgun. Eins og fréttastofa greindi frá í síðustu viku eru Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs, Ragnar Zophonías Guðjónsson, fyrrverandi sparissjóðsstjóri og Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka ákærðir fyrir umboðssvik en um er að ræða fyrstu ákæru sérstaks saksóknara og verður hún þingfest í Héraðsdómi Reykjavíku á morgun. Málið snýst um eins milljarðs króna lán sem Byr veitti félaginu Exeter Holding í tveimur hlutum haustið 2008. Lánið var veitt án nokkurra trygginga og olli sparisjóðnum miklu fjárhagslegu tjóni. Ákæran á hendur þremenningunum er ekki löng eða þrjár blaðsíður en samkvæmt lögum um meðferð sakamála þarf að draga fram helstu röksemdir sem málsóknin er byggð á með gagnorðum og skýrum hætti svo ekki fari milli mála hverjar sakargiftirnar séu. Í þessum efnum hafa dómstólar lítið umburðarlyndi gagnvart óskýrum langhundum því ekki verður barið í brestina undir rekstri mála fyrir dómstólum nema að mjög takmörkuðu leyti. Styrmir Þór, sem ákærður er fyrir hlutdeild í meintum brotum þeirra Jóns Þorsteins og Ragnars, er einnig ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa tekið við fjármunum sem aflað var með umboðssvikum en í ákærunni segir að honum hafi mátt vera ljóst að lán það sem Jón Þorsteinn og Ragnar útveguðu Exeter Holding hafi verið veitt með ólögmætum hætti. Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá sérstökum saksóknara, sækir málið fyrir hönd embættisins en Björn, sem er 43 ára, hefur verið hjá embættinu síðan í október á síðasta ári og starfaði áður hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra. Til gamans má geta að Björn er gömul kempa úr körfuboltanum, spilaði stöðu létts framherja og æfði með ÍR á sínum yngri árum. Hægt er að sjá ákæruna hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Lögmaður Styrmis: Haldlaus ákæra Ragnar H. Hall, lögmaður Styrmis Þórs Bragasonar, telur ákæru á hendur honum haldlausa, en Styrmir er ákærður fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Ragnars Zophoníasar Guðjónssonar, sparissjóðsstjóra Byrs og Jóns Þorsteins Jónssonar, fyrrverandi stjórnarformanns sparisjóðsins. 29. júní 2010 12:15 Fyrsta ákæra sérstaks saksóknara þingfest á morgun Ákæra sérstaks saksóknara á hendur þremenningunum sem grunaðir eru um umboðssvik í svokölluðu Exeter máli verða þingfestar í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Um er að ræða fyrstu ákærur sérstaks saksóknara. 5. júlí 2010 10:04 Sérstakur saksóknari gefur út sínar fyrstu ákærur Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út sínar fyrstu ákærur. Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs og Ragnar Zophonías Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri og ónafngreindur þriðji maður eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna lánveitingar Byrs sparisjóðs til félagsins Exeter Holding. 28. júní 2010 18:30 Exeter málið gæti frestast vegna álags á dómstólum Vegna álags á dómstólum gætu verið nokkrir mánuðir í að aðalmeðferð hefjist í máli þremenninga sem ákærðir eru fyrir umboðssvik vegna lánveitingar Byrs til félagsins Exeter Holding, en um er að ræða fyrstu ákærurnar sem sérstakur saksóknari gefur út. 29. júní 2010 18:37 Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Sjá meira
Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka, er ekki aðeins ákærður fyrir hlutdeild í umboðssvikum því hann er einnig ákærður fyrir peningaþvætti. Fyrstu ákærur sérstaks saksóknara verða þingfestar á morgun. Eins og fréttastofa greindi frá í síðustu viku eru Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs, Ragnar Zophonías Guðjónsson, fyrrverandi sparissjóðsstjóri og Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka ákærðir fyrir umboðssvik en um er að ræða fyrstu ákæru sérstaks saksóknara og verður hún þingfest í Héraðsdómi Reykjavíku á morgun. Málið snýst um eins milljarðs króna lán sem Byr veitti félaginu Exeter Holding í tveimur hlutum haustið 2008. Lánið var veitt án nokkurra trygginga og olli sparisjóðnum miklu fjárhagslegu tjóni. Ákæran á hendur þremenningunum er ekki löng eða þrjár blaðsíður en samkvæmt lögum um meðferð sakamála þarf að draga fram helstu röksemdir sem málsóknin er byggð á með gagnorðum og skýrum hætti svo ekki fari milli mála hverjar sakargiftirnar séu. Í þessum efnum hafa dómstólar lítið umburðarlyndi gagnvart óskýrum langhundum því ekki verður barið í brestina undir rekstri mála fyrir dómstólum nema að mjög takmörkuðu leyti. Styrmir Þór, sem ákærður er fyrir hlutdeild í meintum brotum þeirra Jóns Þorsteins og Ragnars, er einnig ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa tekið við fjármunum sem aflað var með umboðssvikum en í ákærunni segir að honum hafi mátt vera ljóst að lán það sem Jón Þorsteinn og Ragnar útveguðu Exeter Holding hafi verið veitt með ólögmætum hætti. Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá sérstökum saksóknara, sækir málið fyrir hönd embættisins en Björn, sem er 43 ára, hefur verið hjá embættinu síðan í október á síðasta ári og starfaði áður hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra. Til gamans má geta að Björn er gömul kempa úr körfuboltanum, spilaði stöðu létts framherja og æfði með ÍR á sínum yngri árum. Hægt er að sjá ákæruna hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Lögmaður Styrmis: Haldlaus ákæra Ragnar H. Hall, lögmaður Styrmis Þórs Bragasonar, telur ákæru á hendur honum haldlausa, en Styrmir er ákærður fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Ragnars Zophoníasar Guðjónssonar, sparissjóðsstjóra Byrs og Jóns Þorsteins Jónssonar, fyrrverandi stjórnarformanns sparisjóðsins. 29. júní 2010 12:15 Fyrsta ákæra sérstaks saksóknara þingfest á morgun Ákæra sérstaks saksóknara á hendur þremenningunum sem grunaðir eru um umboðssvik í svokölluðu Exeter máli verða þingfestar í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Um er að ræða fyrstu ákærur sérstaks saksóknara. 5. júlí 2010 10:04 Sérstakur saksóknari gefur út sínar fyrstu ákærur Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út sínar fyrstu ákærur. Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs og Ragnar Zophonías Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri og ónafngreindur þriðji maður eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna lánveitingar Byrs sparisjóðs til félagsins Exeter Holding. 28. júní 2010 18:30 Exeter málið gæti frestast vegna álags á dómstólum Vegna álags á dómstólum gætu verið nokkrir mánuðir í að aðalmeðferð hefjist í máli þremenninga sem ákærðir eru fyrir umboðssvik vegna lánveitingar Byrs til félagsins Exeter Holding, en um er að ræða fyrstu ákærurnar sem sérstakur saksóknari gefur út. 29. júní 2010 18:37 Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Sjá meira
Lögmaður Styrmis: Haldlaus ákæra Ragnar H. Hall, lögmaður Styrmis Þórs Bragasonar, telur ákæru á hendur honum haldlausa, en Styrmir er ákærður fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Ragnars Zophoníasar Guðjónssonar, sparissjóðsstjóra Byrs og Jóns Þorsteins Jónssonar, fyrrverandi stjórnarformanns sparisjóðsins. 29. júní 2010 12:15
Fyrsta ákæra sérstaks saksóknara þingfest á morgun Ákæra sérstaks saksóknara á hendur þremenningunum sem grunaðir eru um umboðssvik í svokölluðu Exeter máli verða þingfestar í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Um er að ræða fyrstu ákærur sérstaks saksóknara. 5. júlí 2010 10:04
Sérstakur saksóknari gefur út sínar fyrstu ákærur Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út sínar fyrstu ákærur. Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs og Ragnar Zophonías Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri og ónafngreindur þriðji maður eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna lánveitingar Byrs sparisjóðs til félagsins Exeter Holding. 28. júní 2010 18:30
Exeter málið gæti frestast vegna álags á dómstólum Vegna álags á dómstólum gætu verið nokkrir mánuðir í að aðalmeðferð hefjist í máli þremenninga sem ákærðir eru fyrir umboðssvik vegna lánveitingar Byrs til félagsins Exeter Holding, en um er að ræða fyrstu ákærurnar sem sérstakur saksóknari gefur út. 29. júní 2010 18:37