Innlent

Gríðarleg fækkun innfluttra hunda

Erla Hlynsdóttir skrifar
Níu hundar Labradorhundar voru fluttir til landsins á síðasta ári
Níu hundar Labradorhundar voru fluttir til landsins á síðasta ári

Gríðarleg fækkun á innfluttum hundum varð hingað til lands á síðasta ári. Þá voru aðeins fluttir 124 hundar til landsins en innflutningur náði hámarki árið 2006 þegar 232 hundar komu til landsins. Árið 2008 voru innfluttir hundar 210.

Virðast þessar sveiflur tengjast efnahagsástandinu hér á landi.

Stærsti hópur innfluttra hunda á síðasta ári voru af tegundinni Labrador, eða 9. Þá voru 8 amerískir Cocker Spaiel fluttir til landsins og sjö blendingshundar. Þar á eftir komu Beagle og Husky en fimm hundar af hvorri tegund voru fluttir hér inn í fyrra. Þrír Rottweiler hundar komu til landsins á síðasta ári en af öðrum tegundum var aðeins fluttur inn einn hundur eða enginn.

Alls var um að ræða 49 hundategundur sem voru fluttar til landsins yfir árið. Þeir voru fluttir frá 25 löndum. Flestir hundarnir komu frá Svíþjóð, eða 29. Frá Bandaríkjunum komu 24 hundar og 22 frá Danmörku. Níu hundar komu frá Bretlandi, átta frá Þýskalandi, en færri frá öðrum löndum.

Þetta kemur fram í ársskýslu Matvælastofnunar Íslands. Henni er skylt að afa eftirlit með inn- og útflutningi lifandi dýra, jafnvel þó þau séu ekki ætluð til manneldis.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×