Innlent

Hlíðahrottarnir handteknir

Valur Grettisson skrifar

Lögreglan í Reykjavík hefur handtekið tvo ribbalda sem ruddust inn á heimili manns í Hlíðunum til þess að fá skuld greidda.

Húsráðandinn kannast ekki við að skulda mönnnunum samkvæmt lögreglunni sem tekur fram að engin sérstök tengsl séu á milli þeirra og húsráðanda.

Mennirnir ruddust inn til mannsins gær og lömdu hann meðal annars með borði í bakið.

Þeir otuðu einnig hníf að fórnarlambi sínu sem snérist þá til varnar og afvopnaði hnífamanninn. Í kjölfarið stökkti hann mönnunum á flótta.

Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra lögreglunnar voru ribbaldarnir handteknir stuttu síðar.

Í ljós kom að þeir eru góðkunningjar lögreglunnar. Mennirnir hafa meðal annars komist í kast við lögin vegna fíkniefnamisferlis.

Flytja þurfti íbúa hússins með sjúkrabíl á spítala vegna meiðsla. Þau eru þó ekki alvarleg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×