Innlent

Tryggvi Þór: Árni réð ekki við Árbótarmálið

Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að Árni Páll Árnason, þáverandi félagsmálaráðherra, hafi ekki ráðið við hið svokallaða Árbótarmál. Það skýri aðkomu þingmanna Norðausturkjördæmis og Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra að því.

Fréttablaðið hefur undanfarna daga sagt frá því hvernig Árni Páll og Steingrímur ákváðu að greiða eigendum meðferðarheimilisins Árbótar í Þingeyjarsýslu 30 milljónir króna í bætur vegna lokunar heimilisins. Þetta var meðal annars gert gegn vilja forstjóra Barnaverndarstofu og vegna þrýstings frá þingmönnum Norðausturkjördæmis. Barnaverndarstofa sagði upp samningi við heimilið eftir að kynferðisbrotamál kom þar upp á síðasta ári.

Fjallað var um mál Árbótar í Kastljósi í kvöld. Þar sagði Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að um eðlilega stjórnsýslu hafi verið að ræða. Undir það tók Björn Valur Gíslason, þingmaður VG og varaformaður fjárlaganefndar, og sagði ekkert óeðlilegt við aðkomu þingmanna Norðvesturkjördæmis að máli Árbótar.

„Málið er mjög einfalt. Þarna var búinn að vera uppi ágreiningur á milli Barnaverndarstofu og rekstraraðila meðferðarheimilisins og sá ágreiningur var kominn upp áður en þetta nauðgunarmál kom upp," sagði Björn Valur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×