Enski boltinn

Lindegaard til United á næstu vikum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / AFP
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, á von á því að markvörðurinn Anders Lindegaard gangi til liðs við félagið á næstu 2-3 vikum.

„Það er ekki búið að ganga frá þessu máli en það hafa heldur engin vandamál komið upp," sagði Ferguson í samtali við enska fjölmiðla.

Fulltrúar norska liðsins Álasund voru í Manchester í síðustu viku og ræddu opinskátt um það í fjölmiðlum í Noregi. „Það var heldur ótímabært," bætti Ferguson við.

Lindegaard er 26 ára gamall og á að baki fjóra leiki með danska landsliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×