Langur aðdragandi að ákvörðun Breta 24. nóvember 2010 05:30 Árni M. Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, rekur tildrög og eftirmál bankahrunsins í nýrri bók.Fréttablaðið/GVA Þótt sú ákvörðun breskra stjórnvalda að beita lögum um eignafrystingu, sem kölluð hafa verið hryðjuverkalög, á Landsbankann haustið 2008 hafi komið fyrirvaralaust átti hún sér langan aðdraganda í Bretlandi. Þetta fullyrðir Árni M. Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, í bókinni Árni Matt – Frá bankahruni til byltingar, sem hann skrifaði ásamt Þórhalli Jósepssyni. Í bókinni segir Árni frá fundi ráðherra með Davíð Oddssyni, þáverandi seðlabankastjóra, 4. október 2008. Þar lýsir Árni því hvernig Davíð las upp úr bréfi frá Mervyn King, seðlabankastjóra Bretlands. Árni lýsir því svo að Davíð hafi túlkað orð Kings þannig að Íslendingar þyrftu ekki að greiða Icesave-skuldir Landsbankans. „En King var bara seðlabankastjóri og hafði ekkert umboð til að segja þetta, það þarf ráðherra til að ákveða svona nokkuð svo mér fannst strax að hitt væri líklegra, að við yrðum að semja við þá af því þeir gætu beitt afli,“ segir í bók Árna. „Ég hafði hins vegar, eins og ég sagði, ekki ímyndunarafl til að trúa því hve hrottalega Bretarnir beittu þessu afli sínu með hryðjuverkalögunum,“ segir þar enn fremur. Árni segir þessar aðgerðir Breta hafa vakið almenna reiði á Íslandi. „Árásin var svo snögg og óvænt að menn spurðu í forundran hvað gæti verið að baki, hvort Bretar væru að tapa sér.“ Í bókinni segir að þó að íslensk stjórnvöld hafi engan fyrirvara fengið hafi aðdragandi að beitingu laganna verið nokkur í Bretlandi. Þeim mun sárara hafi verið að hafa í góðri trú átt samtöl við Alistair Darling, þáverandi fjármálaráðherra Bretlands, um möguleika á lausn Icesave-vandans. Árni segir að Darling hafi aldrei gefið annað í skyn en að hann hefði áhyggjur af stöðunni og vildi finna lausn. brjann@frettabladid.is Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Innlent Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Innlent Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Erlent Uppruni smitsins var hakk frá Kjarnafæði Innlent Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Erlent Hætta á að Grindavík fari í greiðsluþrot Innlent Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Erlent Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Innlent Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Staðfest að uppruni E.coli smitsins var hakk frá Kjarnafæði Hætta á að Grindavík fari í greiðsluþrot Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Sjá meira
Þótt sú ákvörðun breskra stjórnvalda að beita lögum um eignafrystingu, sem kölluð hafa verið hryðjuverkalög, á Landsbankann haustið 2008 hafi komið fyrirvaralaust átti hún sér langan aðdraganda í Bretlandi. Þetta fullyrðir Árni M. Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, í bókinni Árni Matt – Frá bankahruni til byltingar, sem hann skrifaði ásamt Þórhalli Jósepssyni. Í bókinni segir Árni frá fundi ráðherra með Davíð Oddssyni, þáverandi seðlabankastjóra, 4. október 2008. Þar lýsir Árni því hvernig Davíð las upp úr bréfi frá Mervyn King, seðlabankastjóra Bretlands. Árni lýsir því svo að Davíð hafi túlkað orð Kings þannig að Íslendingar þyrftu ekki að greiða Icesave-skuldir Landsbankans. „En King var bara seðlabankastjóri og hafði ekkert umboð til að segja þetta, það þarf ráðherra til að ákveða svona nokkuð svo mér fannst strax að hitt væri líklegra, að við yrðum að semja við þá af því þeir gætu beitt afli,“ segir í bók Árna. „Ég hafði hins vegar, eins og ég sagði, ekki ímyndunarafl til að trúa því hve hrottalega Bretarnir beittu þessu afli sínu með hryðjuverkalögunum,“ segir þar enn fremur. Árni segir þessar aðgerðir Breta hafa vakið almenna reiði á Íslandi. „Árásin var svo snögg og óvænt að menn spurðu í forundran hvað gæti verið að baki, hvort Bretar væru að tapa sér.“ Í bókinni segir að þó að íslensk stjórnvöld hafi engan fyrirvara fengið hafi aðdragandi að beitingu laganna verið nokkur í Bretlandi. Þeim mun sárara hafi verið að hafa í góðri trú átt samtöl við Alistair Darling, þáverandi fjármálaráðherra Bretlands, um möguleika á lausn Icesave-vandans. Árni segir að Darling hafi aldrei gefið annað í skyn en að hann hefði áhyggjur af stöðunni og vildi finna lausn. brjann@frettabladid.is
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Innlent Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Innlent Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Erlent Uppruni smitsins var hakk frá Kjarnafæði Innlent Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Erlent Hætta á að Grindavík fari í greiðsluþrot Innlent Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Erlent Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Innlent Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Staðfest að uppruni E.coli smitsins var hakk frá Kjarnafæði Hætta á að Grindavík fari í greiðsluþrot Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Sjá meira