Innlent

Ríkisendurskoðun mun skoða Árbót

Sveinn arason
Sveinn arason

Ríkisendurskoðun mun taka málefni Árbótar til skoðunar.

„Við förum örugglega í gegnum þetta einhvern tímann, hvort sem það verður fyrr eða seinna, það er engin spurning,“ segir Sveinn Arason ríkisendurskoðandi.

Fréttablaðið hefur undanfarna tvo daga sagt frá því hvernig Árni Páll Árnason, þáverandi félagsmálaráðherra, og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra ákváðu að greiða eigendum meðferðarheimilisins Árbótar í Þingeyjarsýslu þrjátíu milljónir króna í bætur vegna lokunar heimilisins. Þetta var meðal annars gert gegn vilja forstjóra Barnaverndarstofu og vegna þrýstings frá þingmönnum Norðausturkjördæmis. Fjármálaráðherra segir að sanngirnissjónarmið hafi ráðið för. Barnaverndarstofa hefur þegar greitt tólf milljónir. Ráðgert er að greiða þær átján milljónir sem eftir standa þegar Alþingi hefur afgreitt fjáraukalög.

Mál Árbótar voru rædd á Alþingi í gær. Þar var meðal annars kallað eftir aukinni siðvitund innan stjórnsýslunnar og því að þingmenn létu af kjördæmapoti við fjárlagagerð.- sh, th /




Fleiri fréttir

Sjá meira


×