Innlent

Íslenska kokkalandsliðið fékk gull fyrir heita rétti

Erla Hlynsdóttir skrifar
Kokkalandsliðið í keppniseldhúsinu í Lúxemborg
Kokkalandsliðið í keppniseldhúsinu í Lúxemborg Mynd: Andreas Jacobssen/Freisting.is

Íslenska kokkalandsliðið hlaut í dag gullverðlaun í flokknum „Heitir réttir" á heimsmeistaramótinu í matreiðslu. Keppt var í þessum flokki í gær og gæddu þá 110 manns sér á glæsilegri þriggja þriggja rétta máltíð. Fimm lið kepptu samtímis og höfðu þau sex klukkutíma til að undirbúa matinn. Selt var inn á keppnina í forsölu, gestir sátu við matarborð á keppnisstað og fengu matinn afgreiddan eins og á veitingastað.

Uppselt var tveimur vikum fyrir keppnina. Sex íslenskir kokkar voru í keppnisliðinu þegar heiti maturinn var eldaður og borinn fram.

Eyþór Rúnarsson, meðlimur kokkalandsliðsins, segir það vissulega ánægjulegt að hafa fengið gull í þessum flokki. Hann bendir þó á að liðið hafi ekki unnið neina keppni, enn.

Íslenska kokkalandsliðið hafði áður fengið silfurverðlaun í flokknum „Kaldir réttir" á Heimsmeistarakeppninni Expogast-Culinary World Cup sem haldin er í Lúxemborg.

Lokaverðlaun verða veitt á morgun og þá kemur í ljós hvaða lið stóð sig best þegar á heildina er litið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×