Innlent

Niðurskurðurinn hefur ekki áhrif á heilsu þjóðarinnar

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Guðbjartur Hannesson.
Guðbjartur Hannesson. Mynd/Pjetur
Guðbjartur Hannesson, heilbrigðisráðherra, væntir þess að þær breytingar sem gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu muni ekki hafa áhrif á heilsufar landsmanna. Bráðaþjónusta við landsmenn sé nú þegar í föstum skorðum og ekki sé ætlunin að hrófla við henni.

Þetta kemur fram í svari ráðherrans við fyrirspurn Gunnar Braga Sveinssonar, þingflokksformanns Framsóknarflokksins, um heilsufarslegar afleiðingar af boðuðum niðurskurði á heilbrigðisstofnunum.

Guðbjartur segir að í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2011 sé lögð mikil áhersla á að heilsugæsla verði áfram öflug og mönnun lækna sé óbreytt í heilsugæslu.

„Alvarlegum slysum og veikindum sem krefjast sérhæfðrar þjónustu er að mestu leyti sinnt á tveimur helstu sjúkrahúsum landsins, Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri, og eru ekki fyrirhugaðar breytingar á því. Ekki er heldur gert ráð fyrir stórfelldum breytingum á þeirri almennu bráðaþjónustu sem sjúkrahús veita í öllum heilbrigðisumdæmum," segir Guðbjartur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×