Innlent

Slasaði hjólreiðamaðurinn tryggður

Oft þurfa hjólreiðamenn að hjóla meðfram útivistarstígum. Myndin er úr safni.
Oft þurfa hjólreiðamenn að hjóla meðfram útivistarstígum. Myndin er úr safni.

„Hann lendir í árekstri við ökutæki og það er tryggt. Hann á því að fá fullar bætur vegna slyssins," segir Árni Davíðsson, formaður landssamtaka hjólreiðamanna um slys sem hjólreiðamaðurinn Þorsteinn K. Kristiansen lenti í á laugardaginn.

Þá ók strætisvagn á Þorstein þar sem hann var að koma niður Suðurgötuna, en vagnin var að beygja inn götuna frá Vonarstræti.

Þorsteinn tvíbrotnaði á fæti auk þess sem hann handleggsbrotnaði í slysinu.

Þorsteinn sagði í viðtali við Vísi að hann vissi ekki hver réttarstaðan hans væri eftir slysið. Árni segir hana ljósa, tryggingafélag strætisvagnsins eigi að borga tjónið og hjólið líka.

„Jafnvel þó hann hefði verið í órétt þá væri tryggngafélaginu skylt að greiða fyrir hans meiðsl, segir Árni.

Hann segir staðsetningu slyssins sérstaka. Landssamtökin hafa skoðað vel hvar helstu hjólreiðaslysins eigi sér stað. Yfirleitt eiga óhöppin sér stað þegar hjólreiðamenn fara yfir umferðagötur, og þar eru börn í meirihluta.

Aðspurður hvort það sé almennt sjónarmið ökumanna að hjólreiðamenn eigi að passa sig svarar Árni því til að það sé í raun löng saga. Meðal annars er ávallt lögð áhersla á að fólk forðist bíla og passa sig í umferðinni.

„Það er góðra gjalda vert, en ef maður er í umferðinni þá veit maður hvernig bílar haga sér," segir Árni sem segir almennt séð gott að hjóla á Íslandi. Það sem helst vanti séu tengingar við önnur sveitarfélög og stundum hverfi.

„Það er eins og áherslan sé frekar á útivist enda göngustígar oft meðfram sjónum og annað eins," segir Árni sem finnur fyrir mikilli aukningu hjólreiðamanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×