Kevin-Prince Boateng hefur gengið í raðir ítalska liðsins Genoa sem lánar hann strax til AC Milan. Kaupverðið er fimm milljónir punda.
Boateng er búinn að æfa með Milan alla vikuna en hann sló í gegn með Ghana á HM.
Hann fer því frá Portsmouth sem fær loksins peninga í kassann. Boateng er miðjumaður sem er orðinn 26 ára gamall.
Reyndar er samningsákvæði um að Milan geti keypt leikmanninn eftir tímabilið og því gæti hann hafa gengið í raðir Genoa án þess að spila nokkurntíman fyrir félagið.

