Fótbolti

Eins og að taka súkkulaði af barni

Elvar Geir Magnússon skrifar
Lionel Messi.
Lionel Messi.

„Við töluðum um þetta fyrir leikinn að ég vildi að Lionel Messi yrði eins nálægt boltanum og hægt væri," sagði Diego Maradona, þjálfari Argentínu, sem var hæstánægður með Messi í sigurleik Argentínu gegn Nígeríu í gær.

„Honum líður vel með boltann og meðan hann er með boltann erum við í fínum málum. Ef þú tekur boltann af honum er það eins og að taka súkkulaði af barni," sagði Maradona. Messi var sífellt ógnandi og fékk góð færi til að skora sem hann nýtti ekki en markvörður Nígeríu átti stórleik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×