Fótbolti

Ganverjar lögðu tíu Serba - myndband

Elvar Geir Magnússon skrifar
John Pantsil og Aleksandar Kolarov í baráttunni í leiknum í dag.
John Pantsil og Aleksandar Kolarov í baráttunni í leiknum í dag.

Serbinn Milovan Rajevac stýrði Gana til sigurs gegn Serbíu í fyrsta leiknum í D-riðli heimsmeistarakeppninnar 1-0. Sigur Gana í leiknum var fyllilega verðskuldaður en Serbar ollu vonbrigðum með bitlausum leikstíl.

Bakvörðurinn Aleksandar Lukovic hjá Serbíu fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 74. mínútu leiksins en staðan var þá markalaus. Einum fleiri náði Gana að tryggja sér sigurinn.

Eina mark leiksins kom á 84. mínútu en það skoraði Asamoah Gyan úr vítaspyrnu. Vítið var réttilega dæmt eftir að Zdravko Kuzmanovic fékk boltann greinilega í höndina og ekki annað hægt fyrir dómarann en að benda á punktinn. Kuzmanovic mótmælti dómnum þó af einhverjum óskiljanlegum ástæðum.

Í kvöld klukkan 18:30 er annar leikur í þessum sama riðli en þá mætast Þýskaland og Ástralía.

Samantekt úr leiknum má sjá á HM-vef Vísis, með því að smella á Brot af því besta undir flipanum VefTV, hægra megin á síðunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×