Ítalska liðið Internazionale Milan hefur gengið frá kaupunum á varnarmanninum Andrea Ranocchia frá Bari en leikmaðurinn mun þó ekkert spila með liðinu á næsta tímabili því hann verður strax lánaður til Genoa.
Andrea Ranocchia skrifaði undir fimm ára samning við Inter en hann er 22 ára gamall og átti mjög gott tímabil með Bari þar til að hann meiddist í janúar. Fram að því var Ranocchia talinn nokkuð öruggur með sæti í HM-hóp Ítala en þangað fór félagi hans í vörn Bari, Leonardo Bonucci, sem er núna kominn til Juventus.
Lucio (32 ára) og Walter Samuel (32 ára) eru aðalmiðverðir Inter og Ranocchia er því hugsaður sem framtíðarmaður í vörn Inter. Hann byrjar því að spila eitt tímabil með Genoa.
Inter kaupir sterkan varnarmann en lánar hann strax til Genoa
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Bruno segist gera hlutina á sinn hátt
Enski boltinn

Allt klárt fyrir úrslitakeppnina
Körfubolti



Leifur Andri leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn

Víkingur missir undanúrslitasætið
Íslenski boltinn


Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni
Enski boltinn
