Innlent

Völvan og Vikan gefa Helgu Sigríði jólagjöf

Helga Sigríður er á batavegi og væntanlega heim á næstu dögum
Helga Sigríður er á batavegi og væntanlega heim á næstu dögum Mynd úr einkasafni
„Ég vildi óska að við hefðum verið fyrri til en Völvan vildi gefa ákveðna upphæð af sínum launum og bað okkur að gera það í nafni Völvu Vikunnar. Okkur fannst þá ekki hægt annað en að leggja okkar af mörkum líka," segir Elín Arnar, ritstjóri Vikunnar, um 360 þúsund króna jólagjöf sem Völva Vikunnar og tímaritið Vikan gefa Helgu Sigríði Sigurðardóttur, tólf ára stúlku sem hneig niður í sundtíma á Akureyri fyrir skömmu.

Helga Sigríður var flutt með flugi til Gautaborgar þar sem henni hefur verið haldið sofandi í öndunarvél. Helga Sigríður var tekin úr öndunarvélinni í gær, er vöknuð og á batavegi.

Starfsfólk Vikunnar hvetur alla til að styrkja fjölskyldu Helgu Sigríðar, þó ekki sé um nema þúsund krónur. Hægt er að leggja inn á reikning móður Helgu, Maríu Egilsdóttur. Reiknisnúmerið hennar er 0565-26-110378 og kennitala 180470-3449






Tengdar fréttir

Helga Sigríður fékk í raun kransæðastíflu

„Þegar ég kom að henni lá hún köld á gólfinu," lýsti móðir Helgu Sigríðar Sigurðardóttir, María Egilsdóttir, þegar hún kom að dóttur sinni eftir að hún hné niður í viðtali í Íslandi í dag.

Helga Sigríður vöknuð: Á leið heim á næstu dögum

Helga Sigríður Sigurðardóttir, stúlkan sem flutt var með hraði til Gautaborgar eftir að hún hneig niður í sundtíma á Akureyri, hefur verið vakin og tekin úr öndunarvél. Allar líkur eru á því að hún komi heim til Íslands á næstu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×