Innlent

Samþykktu 33 milljarða innspýtingu í Íbúðalánasjóð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Björn Valur Gíslason er varaformaður fjárlaganefndar.
Björn Valur Gíslason er varaformaður fjárlaganefndar.
Ríkissjóður fær heimild til að efla eiginfjárstöðu Íbúðalánasjóðs um allt að 33 milljarða króna þannig að hún geti orðið allt að 5% af áhættugrunni sjóðsins við árslok 2010, samkvæmt fjáraukalögum sem samþykkt voru á Alþingi í dag.

Björn Valur Gíslason, varaformaður fjárlaganefndar, segir að þessir 33 milljarðar skiptist í tvennt. Annarsvegar sé talið rétt að auka eiginfjárhlutfall Íbúðalánasjóðs um 22 milljarða til að koma því upp í 5% sem sjóðurinn verður að hafa samkvæmt reglugerð. „Í öðru lagi er það sá hlutur íbúðalánasjóðs í aðgerðarpakkanum gagnvart skuldugum heimilum. Íbúðalánasjóður verður náttúrlega að taka þátt í honum sem kröfuhafi í íbúðarhúsnæði," segir Björn Valur.

Hann segir að þessi 33 milljarða innspýting sé gerð með skuldabréfaútgáfu. Íbúðalánasjóður fái þannig afhent ríkisbréf til að fjármagna sig. Ríkissjóður mun því ekki þurfa að taka aukin lán vegna þessa aðgerða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×