Innlent

Guðni: Bankavíxlar töldust mjög örugg fjárfesting

Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra.
Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra.

Guðni Ágústsson fyrrverandi landbúnaðarráðherra segir að hvorki Ríkisendurskoðun né fjármálaráðuneytið hafi gert athugasemdir við það að 214 milljónir króna sem stóðu eftir við sölu og niðurlagningu Lánasjóðs landbúnaðarins hefðu verið ávaxtaðir í bankavíxlum hjá Kaupþingi. Í gær komu fram alvarlegar athugasemdir við málið í skýrslunni „Endurskoðun ríkisreiknings árið 2009" og sagt að ráðuneytið hefði fremur átt að skila fénu til ríkisféhirðis í stað þess að ávaxta það með þessum hætti.

Í yfirlýsingu frá Guðna segir meðal annars að á þeim tíma hafi bankavíxlar hjá Kaupþingi talist „mjög örugg fjárfesting og ávöxtunarleið." Féið átti síðan að nota til þess að styrkja byggingu reiðskemma og reiðskála víðsvegar um landið.

„Ég lauk störfum sem landbúnaðarráðherra í maí 2007 þá var þessi sjóður í góðri ávöxtun og enginn, ekki Ríkisendurskoðun né Fjármálaráðuneytið höfðu gert athugasemdir við ávöxtun þessara peninga sem urðu grundvöllur þess að 28 reiðhallir íþróttahús hestamanna eru nú risin eða að rísa um allt land. Ég átti gott samstarf við Ríkisendurskoðun í minni ráðherratíð og fór gjarnan að þeirra tillögum og leitaði til stofnunarinnar oft í málum sem voru erfið viðfangs. Ég geri enga athugasemd við umfjöllun Ríkis-endurskoðunar af þessu tilefni," segir Guðni að lokum en yfirlýsingu hans má lesa hér í heild sinni.












Tengdar fréttir

Landbúnaðaráðuneytið keypti bankabréf í Kaupþingi

Landbúnaðarráðuneytið notaði hagnað sem fékkst af sölunni á Lánasjóði landbúnaðarins árið 2005 til þess að kaupa bankabréf í Kaupþing. Eðlilegt hefði verið að skila þessu fé til ríkisféhirðis að mati Ríkisendurskoðunnar. Féið er glatað að stórum hluta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×