Opnað hefur verið fyrir umferð á milli Þjórsár og Víkur að því er fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni. Umferðin er þó takmörkuð enn sem komið er og er fólk vinsamlegast beðið um að vera ekki að stoppa á leiðinni.
Umferð er einnig takmörkuð á þjóðvegi 1 undir Eyjafjallajökli. Þeir sem eiga brýnt erindi fá leyfi til að fara um veginn og eru skraðir inn og út af svæðinu.